Skírnir - 01.01.1966, Page 228
226
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
varð þingsaga hans, enda var hann lengi ein rómaðasta kempan
í þinginu, ötull og kappsamur og lét flest til sín taka. Virðist
hann hafa notið hjaðningarvíga stjómmálanna á þeim róstu-
sömu árum, er hann stóð í þeim. Fyrstu árin á þingi var sr.
Sigurður ákafur endurskoðunarmaður, en síðar Valtýingur.
Um hann segir svo í Fjallkonunni eftir fyrsta þing Sigurðar:
„Sigurður Stefánsson er álitlegur maður og vel vaxinn. Honum
er létt um að tala eins og reyndar flestum prestunum, rómur-
inn skýr og karlmannlegur. Hann talaði alloft á þingi og í
allmörgum málum, en oftast fremur stutt í senn.“25) Sig-
urður var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður. Hann var
afi Sigurðar Bjarnasonar alþingismanns og ritstjóra.
Vestur-Isafjarðarsýsla
var einmenningskjördæmi frá 1903. Alls voru þingmenn
þaðan 5 þetta tímabil, þar af 2 guðfræðingar.
Kristinn Daníelsson, prestur á tJtskálum, áður á Söndum
í Dýrafirði, var þingmaður kjördæmisins 1909—1911, og var
hann kosinn sem frumvarpsandstæðingur, var í Sjálfstæðis-
flokki. Eins og fyrr segir, var hann síðar um skeið þingmaður
Gullbringu- og Kjósarsýslu (sjá þar).
Ásgeir Ásgeirsson forseti var þingmaður kjördæmisins
óslitið frá 1924, unz hann varð forseti, 1952. Fyrst var hann
í Framsóknarflokki, 1934 var hann kosinn utan flokka, en
frá 1937 í Alþýðuflokki. Hann var forseti sameinaðs þings
1930 og 1931, forsætisráðherra 1932—1934; síðan (og áður)
fræðslumálastjóri og loks bankastjóri. Hann er Reykjavíkur-
stúdent og guðfræðingur frá Háskóla íslands. Að námi loknu
var hann um skeið biskupsritari, en gekk ekki frekar í þjón-
ustu kirkjunnar og er óvígður. Hann var tengdasonur Þórhalls
Bjarnarsonar biskups og mágur Tryggva Þórhallssonar for-
sætisráðherra; enn fremur er hann tengdafaðir Gunnars
Thoroddsens sendiherra, fyrrum ráðherra.
IsafjarðarkaupstaSur
var einmenningskjördæmi frá 1905. Til 1945 komu þaðan
7 þingmenn, og var einn þeirra prestur. Það var fyrsti þing-