Skírnir - 01.01.1966, Page 229
Skírnir
Prestar á Aljiingi. 1845—1945
227
maðurinn, sem þar var kosinn, sr. SigurSur Stefánsson í Vigur,
áður þingmaður ísafjarðarsýslu (sjá þar) og síðar þingmaður
Norður-ísafjarðarsýslu. Þingin 1905 og 1907 var Sigurður í
stjórnarandstöðuflokknum. Síðan var hann einn af stofnendum
Sjálfstæðisflokksins gamla. Árið 1911 var hann í svo kölluðu
„sparkliði,“ þ. e. stóð að vantraustinu á Björn Jónsson ráð-
herra. Síðan var hann i þversum armi flokksins.
Norður-ísafjarðarsýsla
var einmenningskjördæmi frá 1903. Þaðan komu alls 6 þing-
menn til 1945, þar af 1 prestur, Sigurður Stefánsson í Vigur.
Var hann þingmaður kjördæmisins 1917—1923. Lauk þar
löngum og merkum þingferli hans.
Strandasýsla
var einmenningskjördæmi allan tímann. Þaðan komu 11 þing-
menn, þar af 3 guðfræðingar.
Þórarinn Kristjánsson, prófastur á Prestbakka í Hrútafirði,
síðar prestur í Reykholti og Vatnsfirði, var 2. þjóðfundar-
maður Strandasýslu. Hann er kunnastur fyrir það, að hann
skipaði sér einn þjóðkjörinna fulltrúa á fundinum í flokk með
stjórnarliðum. Hlaut hann af því ærið ámæli, og þar með lauk
stjómmálaferli hans. Hann var Bessastaðastúdent.
Páll Ólafsson, prófastur á Prestbakka, síðar í Vatnsfirði, var
þingmaður Strandamanna hið róstusama kjörtímahil 1886—
1891, þegar harðast var deilt um endurskoðun stjórnarskrár-
innar og síðast miðlun Páls Briems og Jóns Ólafssonar. Var
hann kosinn sem endurskoðunarmaður. Um hann segir svo
í Fjallkonunni 1886: „Páll Ólafsson er ljós yfirlitum og ljúf-
mannlegur; hann er ekki meira en miðaldra, en þó sköll-
óttur ... Hann fann örsjaldan hvöt hjá sér að tala, og aðeins
í málum héraðs síns...“26). Sr. Páll var sonur sr. Ólafs
Pálssonar dómkirkjuprests, sem um skeið hafði verið konung-
kjörinn þingmaður. Hann var Reykjavíkurstúdent og presta-
skólakandídat.
Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, áður prestur á Hesti
í Borgarfirði og ritstjóri Tímans, var þingmaður Strandasýslu