Skírnir - 01.01.1966, Page 230
228
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
1924—1933. Forsætisráðherra var hann 1927—1932 og for-
maður Framsóknarflokksins til 1933. Síðan var hann for-
maður Bændaflokksins frá stofnun hans 1933 til dauðadags,
1935. Faðir Tryggva, Þórhallur biskup, og afi hans, sr. Björn
Halldórsson í Laufási, koma báðir við sögu Alþingis, einkum
Þórhallur. Þá voru þeir báðir alla starfsævi sína í þjónustu
kirkjunnar; en Tryggvi hvarf frá prestskap og helgaði sig
stjórnmálunum alfarið. Ef til vill hefur það verið merkilegt
tímanna tákn. — Tryggvi var Beykjavíkurstúdent og próf-
hæstur þeirra, sem fyrstir voru brautskráðir úr guðfræðideild
Háskóla Islands, 1912.
Húnavatnssýsla
var eitt kjördæmi til 1923, er henni var skipt í tvö kjördæmi.
Árin 1845—1873 var hún einmenningskjördæmi, en síðan
tvímenningskjördæmi. Alls komu þaðan 22 þingmenn 1845—
1922, þar af 4 prestar. Þaðan kom enginn á þing 1853 og
1855.
Sveinn Níelsson, prestur á Staðastað, áður á Staðarbakka
og Blöndudalshólum í Húnaþingi, var 2. þjóðfundarfulltrúi.
Síðar var hann fulltrúi Snæfellinga á tveimur þingum (sjá
þar).
Jón Kristjánsson, prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, var
varaþingmaður Páls Vídalíns stúdents í Víðidalstungu og sat
sem slikur á Alþingi 1871. Áður hafði hann verið þingmaður
fyrir Suður-Þingeyjarsýslu, og segir nánar af honum þar. Á
þinginu 1871 var sr. Jón eindreginn stjórnarbótarmaður.
Eiríkur Briem prestaskólakennari, áður prestur í Þingeyra-
klaustursþingum (bjó þá í Steinnesi), var 2. þingmaður sýsl-
unnar 1881—1885 og 1. þingmaður 1886—1891. Síðar meir
var hann konungkjörinn þingmaður (sjá þar). Á þessu tíma-
bili voru fjárlögin og fjármál landsins yfirleitt mál málanna
fyrir honum. Hann var athafnalítill í stjórnarbótarmálinu;
samt fylgdi hann meirihlutanum 1885 og 1886, en síðan
lenti hann í miðlunarflokkinum með Páli bróður sínum. Mun
það hliðarspor öðru fremur hafa kostað hann þingsætið næsta
áratuginn. Hann var forseti sameinaðs þings 1891. Heldur