Skírnir - 01.01.1966, Page 231
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
229
andar köldu til þessa mæta manns í palladómum Fjallkon-
unnar, enda mun heldur fátt hafa verið með þeim Jóni Ólafs-
syni (höfundi dómanna?) og Eiríki um þessar mundir, þótt
þeir ættu síðar samleið í miðluninni. 1 nefndum palladómi
segir þannig, m. a.: „Hann er maður hár og grannur, rauð-
hærður og rauðskeggjaður, freknóttur í andliti og ekki fríður
sýnum; en andlitið þó gáfulegt og góðmannlegt og býður inn
bezta þokka ... Síra E. Br. er manna gáfaðastur og í prívat-
lifinu inn hezti drengur. Kunnugir segja, að hann sé og
manna frjálslyndastur heima hjá sér og í tali við kunningja
sína utan þings. Á þingi er hann manna hugdeigastur, manna
málstirðastur og manna óútreiknanlegastur.“27)
Hálfdan GuSjónsson, prófastur á Breiðahólstað í Vestur-
hópi, síðar á Sauðárkróki og vígslubiskup í Hólastifti, var 1.
þingmaður Húnavatnssýslu 1909—1911. Hann var frum-
varpsandstæðingur og í Sjálfstæðisflokki. Hálfdan var Reykja-
víkurstúdent og prestaskólamaður. Hann var faðir Helga lyf-
sala, hins kunna ljóðaþýðanda.
Vestur-Húnavatnssýsla og Austur-Húnavatnssýsla
voru einmenningskjördæmi frá 1924. Þaðan komu 3 og 2 þing-
menn til 1945, og var enginn þeirra guðfræðingur.
Skagafj arðarsýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873, en síðan tvímenn-
ingskjördæmi. Þaðan kom alls 21 þingmaður, þar af 3 guð-
fræðingar. Var aðeins einn þeirra þjónandi prestur, en hinir
voru háðir horfnir frá prestskap og orðnir kaupfélagsstjórar.
Davíð GuSmundsson, prestur á Felli í Sléttuhlíð, síðar á
Möðruvallaklaustri (bjó þá lengst á Hofi í Hörgárdal), var
þingmaður 1869—1873. Hann var eindreginn stjómarbótar-
maður og þótti hinn efnilegasti þingmaður. Snöggan endi á
þingferli hans má ugglaust rekja til brottflutnings hans úr
héraði. Sr. Davíð var Reykjavikurstúdent og prestaskóla-
kandídat. Þess má geta, að hann var faðir Ólafs Davíðssonar
fræðimanns og móðurafi Davíðs skálds Stefánssonar.
Jón AuSun Blöndal, kaupstjóri í Grafamesi, var 1. þing-