Skírnir - 01.01.1966, Síða 232
230
Bergsteinn Jónsson
Skímir
maður Skagfirðinga 1875 og 1877 (mætti þó ekki til þings
1875). Þar með var saga hans öll, því að hann dó sumarið
1878. Jón var einn af síðustu Bessastaðastúdentunum og síð-
an fyrstu kandídötum frá Prestaskólanum. Má geta þess, að
af 6 guðfræðingum, sem þá brautskráðust, 11. ágústmánaðar
1849, urðu 4 alþingismenn. Árin 1851—1860 var hann prest-
ur í rýrðarbrauðinu Hofi á Skaga. Er umsóknir hans um betri
brauð urðu árangurslausar, hvarf hann frá kjóli og kalli og
var við verzlun, það sem hann átti ólifað.
Sigfús Jónsson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, var 2. þing-
maður kjördæmisins 1934—1937 og var i Framsóknarflokki.
Hann var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður. Um 30
ára skeið var hann prestur að Hvammi í Laxárdal og Mæli-
felli, áður en hann gerðist kaupfélagsstjóri. Þess má geta, að
sr. Sigfús vann þingsætið á hlutkesti, og svo vildi til, að á
því hlutkesti reyndist velta þingmeirihluti stjórnar Hermanns
Jónassonar, sem mynduð var sumarið 1934.
Eyjafjarðarsýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873, en frá 1875 tvímenn-
ingskjördæmi, þótt tvívegis væri lagðað utan úr; þ. e. 1905,
þegar Akureyri varð kjördæmi sér, og 1942, þegar Siglu-
fjörður varð það. Alls urðu alþingismenn Eyjafjarðarsýslu
1845—1945 16 og þar af einungis 1 prestur, sem var:
Arnljótur Ólafsson prestur á Bægisá. Hann var 1. þing-
maður kjördæmisins 1881—1885. Skömmu áður virðist al-
menningur að mestu hafa tekið Arnljót í sátt fyrir gönu-
hlaupin 1865 og næstu árin. Að vísu duldist engum, að Arn-
ljótur var ekki allur, þar sem hann var séður; en um hæfi-
leika hans og gáfur efaðist enginn. Um þessar mundir prédikaði
Arnljótur ákaft nauðsyn þess að skera niður há laun embættis-
manna, sem hann kallaði „hálaunaða landsómaga."28) Má
með nokkrum sanni segja, að sr. Arnljótur hafi að þessu
sinni verið kosinn á þing þrátt fyrir það, að hann var prestur,
heldur en hið gagnstæða. Atvikin höguðu því þannig, að
Arnljótur leitaði ekki endurkjörs 1886. Hafði hann þá hlotið
konungkjör, enda vonlítill um endurkosningu í Eyjafirði