Skírnir - 01.01.1966, Page 233
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
231
sökum andstöðu gegn endurskoðunarfrumvarpi Benedikts
Sveinssonar. 1 palladómum Fjallkonunnar segir m. a. svo um
Arnljót um þessar mundir: „Hann er mikill maður vexti með
stórt nef og bjúgt, stórskorið en glaðlegt og góðlegt andlit;
oft er bros á andlitinu og einatt nokkuð háðslegt. Er auðsætt,
að maðurinn hefur glöggt auga fyrir því, sem skoplegt er,
enda er hann gamansamur og oft meinfyndinn. A. Ó. hugsar
oftast ljóst, talar ávallt skipulega, en svo seint, að liðamjúkur
maður getur vel farið í gegnum sjálfan sig milli hverra orða-
skila; er því oft þreytandi að hlýða á hann, þegar hann talar
langt erindi; en hann kryddar þá oft ræðuna með orðheppni
og fyndni.. . [Arnljótur] er skarpur maður að viti og þing-
manna fjölhæfastur að menntun. En undarlega kreddufastur
og einþykkur er hann í skoðunum.“29)
Siglufjörður
átti aðeins 1 þingmann 1942—1945, og var hann lögfræð-
ingur.
Akureyri
var einmenningskjördæmi frá 1905, átti alls 7 þingmenn, og
var enginn þeirra guðfræðingur.
Þingeyjarsýsla
var tvímenningskjördæmi eitt kjörtímabil, 1875—1879, en
bæði fyrr og síðar tvö einmenningskjördæmi. Annar hinna
tveggja þingmanna þetta eina kjörtímabil var prestur.
Benedikt Kristjánsson, prófastur i Múla í Aðaldal, var 1.
þingmaður 1875—1879 og hóf þá merkan þingferil, sem stóð
til sumarsins 1893. Á þessu viðburðasnauða kjörtímabili, en
ekki ómerka, þótti Benedikt þegar vera frjálslyndur. Meira
átti samt eftir að kveða að honum, þegar stjórnarskrárendur-
skoðunin komst á dagskrá. Benedikt var einn af fyrstu stúd-
entum Beykjavíkurskóla og síðan einn af fyrstu prestaskóla-
kandidötunum. Tveir bræður hans, Kristján amtmaður og
sr. Jón, höfðu áður verið þingmenn.