Skírnir - 01.01.1966, Síða 234
232
Bergsteinn Jónsson
Skirnir
Suður-Þingeyjarsýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873 og aftur frá 1881.
Þaðan komu alls 10 þingmenn til 1945, þar af 3 prestar, allir
fyrir aldamótin.
Þorsteinn Pálsson, prestur á Hálsi í Fnjóskadal, tengda-
faðir þeirra Tryggva Gunnarssonar bankastjóra, sr. Amljóts
Ólafssonar á Bægisá og Skafta Jósefssonar ritstjóra, var fyrsti
fulltrúinn, sem kjördæmið sendi á Alþing, og sat hann tvö
fyrstu þingin, 1845 og 1847. Hann var um þær mundir einn
helzti oddviti þingeyskra bænda í félagsmálum, en varð
sökum hnignandi heilsu að draga sig í hlé, bæði frá þing-
mennskunni og félagsmálaforystunni. Sr. Þorsteinn var stúd-
ent úr heimaskóla hjá sr. Guðmundi Bjarnasyni á Hólmum í
Reyðarfirði. Síðan var hann alla sína tíð prestur á Hálsi,
fyrst aðstoðarprestur hjá fyrirrennara sinum. Til æviloka
var hann hinn áhugasamasti um landsmál, og má m. a. marka
það af því, að hann beitti sér mjög fyrir að knýja Jón alþingis-
mann á Gautlöndum til stefnubreytingar í fjárhagsmálinu
eftir 1865; seinna setti hann opinberlega ofan í við tengdason
sinn, sr. Arnljót, er sá síðar nefndi hafði í Norðanfara ráðizt
sérlega harkalega á störf og stefnu Jóns Sigurðssonar.
Jón Kristjánsson, prestur á Þóroddsstað (hann bjó þá í
Yztafelli), var þingmaður kjördæmisins 1853—-1857, en hann
hafði einnig um þær mundir að mestu tekið við forystu í
félagsmálum sýslunga sinna af sr. Þorsteini. Ugglaust var
sr. Jón vel til forystu og þingmennsku fallinn; en þar varð
sviplegur endir á, er hann fluttist á brott vestur í Húnavatns-
sýslu. Eins og fyrr er sagt, sat hann síðar eitt þing enn, 1871,
og þá sem varaþingmaður Húnavatnssýslu. Sr. Jón var Bessa-
staðamaður.
Benedikt Kristjánsson prófastur í Múla, yngri bróðir sr.
Jóns, var þingmaður Suður-Þingeyjarsýslu 1886—1891, þegar
Jón á Gautlöndum hafði flutt sig um set til Eyjafjarðar og
vildi þar ásamt Benedikt Sveinssyni sýslumanni komast í
návígi við sr. Amljót á Bægisá út af hinni umdeildu endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Þegar hér var komið, var Benedikt
tekinn að reskjast (raunar var hann aðeins yngri en sr. Arn-