Skírnir - 01.01.1966, Síða 236
234
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
Benedikt Kristjánsson, prófastur í Múla, hreppti þingsæti
Norður-Þingeyjarsýslu, þegar tvímenningskjördæminu hafði
á ný verið skipt í tvennt 1880. Var hann þingmaður hennar
1881—1885. Á þinginu 1885 lagðist hann á sveif með sýsl-
ungum sínum á Alþingi, þeim Benedikt Sveinssyni sýslu-
manni og Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, og hóf haráttu
fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar. Átti sú harátta eftir að
setja svip á drjúgan kafla í sögu þings og þjóðar. Sr. Benedikt
er einn þeirra, sem vinsamlegast er getið í palladómum Fjall-
konunnar eftir þing 1885. Þar segir m. a. svo: „Benedikt
Kristjánsson er maður í hærra lagi og þrekinn, fríður sýnum
og furðu unglegur . . . Hann er vel máli farinn og heldur oft
langar ræður. Hann er framfaramaður inn mesti og manna
frjálslyndastur, enda hefur hann verið einn inn ötulasti for-
vígismaður í ýmsum höfuðmálum ... I kirkjumálum er hann
meiri umbótamaður en nokkur annar þingmaður í prestlegri
stétt.. .“30).
Arnljótur Ólafsson, þá prestur í Sauðanesi, var kosinn á
þing 1901. Var hann þá Heimastjómarmaður og — mirabile
dictu — eftirmaður Benedikts Sveinssonar sem þingmaður
kjördæmisins. En sökum ellilasleika komst hin gamla kempa
ekki til þings að þessu sinni. Var þá stjórnmálaferill hans
allur, enda liðið nærri lokum langrar ævi.
Árni Jónsson, prófastur á Skútustöðum, var þingmaður
Norður-Þingeyjarsýslu 1902—1907, en hafði sem fyrr segir
áður setið á Alþingi fyrir Mýrasýslu (sjá þar). Hann var í
Heimastjórnarflokki.
Norður-Múlasýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873, en tvímenningskjör-
dæmi frá 1875. Þaðan komu alls 23 fulltrúar, þar af 5 prestar.
Þingárin 1853, 1855 og 1871 kom enginn fulltrúi þaðan.
Sigurður Gunnarsson (eldri), prestur á Desjarmýri, síðar
prófastur á Hallormsstað, var 1. þjóðfundarmaður Norður-
Múlasýslu. Síðar var hann eitt kjörtímabil þingmaður Suður-
Múlasýslu, en lengstum var hann tregur til þingsetu, virðist
hafa vanmetið sig meira þar en heima í héraði, þar sem hann