Skírnir - 01.01.1966, Page 237
Skirnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
235
var jafnan fremstur í flokki félagsmálagarpa. Svipuðu máli
gegndi raunar um fleiri oddvita Austfirðinga þessi árin, og
má ef til vill að einhverju rekja það til langrar og örðugrar
leiðar að sækja til Reykjavíkur. Á yngri árum var Sigurður
samt mikill ferðagarpur, fór t. d. talsvert um óbyggðir sem
fylgdarmaður dansks náttúrufræðings. Sr. Sigurður ritaði
mikið í blöð um landsmál og annað, sem ofarlega var á baugi.
Hann var Bessastaðastúdent, en nam lengst í heimaskóla.
Halldór Jónsson, prófastur á Hofi í Vopnafirði, var þing-
maður kjördæmisins 1859—1873. Hann fór að vísu ekki til
þings 1867. 1871 né 1873. Hafi fulltrúar Austfirðinga til
þessa þótt heldur liðléttir á Alþingi, þá tókst það orð af í tíð
sr. Halldórs. Hann var raunar þingvanur fyrir, því að áður
hafði hann verið konungkjörinn fulltrúi á fyrstu þingunum
(sjá þar). Kom brátt á daginn, að ekki hafði hann hvikað í
stjórnarmálinu frá því á þjóðfundinum, þrátt fyrir ofanígjöf
yfirboðara sinna og ónáð. Sr. Halldór er einn þeirra þing-
manna, sem Sveinn Skúlason lýsir í blaði sínu, Norðra, eftir
þingið 1859, og er þar að finna þessi ummæli: Hann „tekur
mikinn þátt í þingstörfum í nefndum, framsögu mála og
samningu nefndarálita og bænaskráa. Hvarvetna kemur hann
fram sem hinn frjálslyndasti maður, og þó að hann tali ekki
allmikið, er það allt málunum viðkomandi, og er það ekki
sökum þess, að hann vanti talsgáfu, heldur af því að hann
vill varast allar málalengingar. Hann er hinn göfuglyndasti
maður og hinn prúðasti, sáttgjarn og góður miðill í málum og
þvi eins og eðlilegt er hinn vinsælasti á þingi.“31 Eftir 1873
færðist hann með öllu undan þingmennsku, enda tekinn að
reskjast og lýjast.
Arnljótur Ólafsson lauk eyðimerkurgöngu sinni utan Al-
þingis, er hann var kosinn þingmaður Norður-Múlasýslu, eftir
að Páll Ólafsson skáld hafði sagt af sér að loknu þingi 1875.
Kepptu þá um sætið tveir prestar, háðir annálaðir fyrir áhuga
á ráðdeild í meðferð landsfjár. Hinn var Eiríkur Briem. Það
mun hafa riðið baggamuninn, að Páll lagðist á sveifina með
Arnljóti; svo og hinn þingmaður kjördæmisins, Eggert Gunn-
arsson, sem var náskyldur sr. Eiríki, en tengdur Arnljóti.