Skírnir - 01.01.1966, Side 239
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
23 7
mundsson, sem hafði orðið viðskila við fyrri flokksbræður og
gengið til liðs við uppkastið, og var sigur sr. Bjarnar næsta
naumur og umdeildur. Síðar var hann konungkjörinn þing-
maður (sjá þar).
Suður-Múlasýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873, en tvímenningskjör-
dæmi frá 1875. Þaðan kom einungis einn fulltrúi á þjóð-
fundinn, fleiri fengust ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á
kjörfundi. Árin 1853 og 1859 kom enginn fulltrúi úr sýslunni
og 1879 aðeins annar tveggja.
Hallgrímur Jónsson, prófastur á Hólmum í Reyðarfirði,
var þjóðfundarmaður kjördæmisins. önnur urðu ekki opinber
afskipti hans af stjórnmálum. Hann var Bessastaðamaður
og guðfræðikandídat frá Kaupmannahafnarháskóla. Var hann
alla sína tíð prestur á Hólmum; að vísu var honum veitt
dómkirkjuprestsembættið í Reykjavík 1854, en hann afsalaði
sér því og fékk leyfi til að sitja um kyrrt.
Jón Hávardsson, prestur á Skorrastað í Norðfirði, síðar í
Eydölum, var þingmaður sýslu sinnar annað kjörtímabilið,
en sat aðeins tvö þing, 1855 og 1857. Skólagöngu sína fékk
hann alla á Austurlandi hjá ýmsum prestum þar og braut-
skráðist loks hjá dr. Gísla Brynjólfssyni á Hólmum, föður
Gísla Brynjólfssonar skálds og dósents í Kaupmannahöfn. Sr.
Jón var hinn mætasti maður og höfðingi í heimahéraði. Var
hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar, og voru þeir
nafnar dús, að því er virðist.34)
[Innan sviga má hér nefna Björn Pétursson, bónda í Jórvík,
Surtsstöðum, Valþjófsdal, Gíslastöðum og Hallfreðarstöðum.
Hann var í Reykjavíkurskóla, en lauk ekki námi sökum eftir-
kasta pereatsins 1850. Þingmaður Suður-Múlasýslu var hann
1861—1867 og varaþingmaður 1873. Hann fluttist til Ameríku
og gerðist þar únítaraprestur á efri árum. Ekki verður hann
samt talinn til presta í þessu yfirliti.]
Sigur&ur Gunnarsson (eldri) prófastur á Hallormsstað,
fyrrum þjóðfundarmaður Norður-Múlasýslu (sjá þar), var
þingmaður Suður-Múlasýslu 1869—1873. Var ferill hans þar