Skírnir - 01.01.1966, Page 240
238
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
ekki ómerkur, enda hefðu flestir aðrir en hann sjálfur kosið
honum lengri veru á þingi en raun har vitni.
Lárus Halldórsson, fríkirkjuprestur á Eskifirði, áður pró-
fastur á Valþjófsstað, var 2. þingmaður Suður-Múlasýslu
1886—-1891. Hann var sonur sr. Halldórs Jónssonar á Hofi,
og virtist hann sigla beggja skauta byr til beztu embætta
þjóðkirkjunnar, þegar hann framdi þá nýlundu hér á landi
að rísa öndverður gegn ýmsum helgisiðum þjóðkirkjunnar.
Er fram liðu stundir, fannst fríkirkjumönnum hann einnig of
róttækur í breytingaáráttu sinni, en hann var fyrsti fríkirkju-
presturinn í Reykjavík. Á Alþingi kvað minna að honum
en vonir höfðu staðið til, enda lenti hann í flokki miðlunar-
manna, sem von bráðar voru vegnir og léttvægir fundnir
af hæstarétti kjósendanna. Um sr. Lárus segir m. a. svo í
palladómum Fjallkonunnar: „Lárus Halldórsson er rösklegur
og rogginn að sjá í sæti sínu; hann talar liðugt og skýrt, en
ræðumar eru fremur langdregnar og ekki laust við, að ein-
hver þrjósku- eða stríðnisandi geri vart við sig í þeim . . .
Síra Lárus er annars einn af þeim nýju þingmönnum, sem
mest létu til sín taka.“35) Lárus var Reykjavíkurstúdent og
prestaskólamaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst hon-
um ekki oftar að komast á þing. Hann var faðir frú Guð-
rúnar alþingismanns og tengdafaðir sr. Þorsteins Briems ráð-
herra.
SigurSur Gunnarsson (yngri), eftirmaður sr. Lárusar á
Valþjófsstað, var 1. þingmaður Suður-Múlasýslu 1891—1899.
Var hann fyrstu þingin eindreginn fylgismaður Benedikts í
stjórnarskrármálinu og andstæðingur dr. Valtýs framan af.
Brottflutningur úr héraði mun hafa kostað hann þingsætið
öðru fremur, enda voru nú fleiri orðnir um boðið við kosningar
en verið höfðu fyrstu áratugi þingsins á Austurlandi. Um
sr. Sigurð segir m. a. svo í palladómi í Fjallkonunni 1894:
„Séra Sigurður Gunnarsson er maður hár og grannur, rösk-
legur og einarðlegur á svip. Hann er allvel máli farinn, en
talar fremur sjaldan. Hann lætur allmikið til sín taka í hinni
hærri pólitík, stjórnarskrármáli og kirkjustjórnarmálum, og
var einn af formælöndum háskólamálsins.“36) Síðar var sr.