Skírnir - 01.01.1966, Side 242
240
Bergsteinn Jónsson
Skirnir
mikilli stillingu, en er mæta vel máli farinn, fróður í sögu
landsins að fornu og nýju; frjálslyndur vill hann vera og er
að mörgu leyti. Hann lygnir augunum oft, er hann talar; er
það óviðkunnanlegt. . . Hann er skarpur maður að viti, dánu-
maður að samvizkusemi, hefur góða þckkingu og vilja . .. og
verður því ekki neitað, að hann er, þegar á allt er litið, einn
meðal inna efnilegustu þingmanna.“37) — Tæpum áratug
síðar segir Fjallkonan svo: „Hann talar mjög sjaldan, og er
þó vel máli farinn. Lætur mjög lítið til sín taka á þingi, og
hefur þó góða hæfileika . . ,“38) Sr. Jón var Reykjavíkur-
stúdent, stundaði síðan um hríð nám við háskólann í Kaup-
mannahöfn, en lauk prófi frá Prestaskólanum. Fyrri kona hans
var dóttir sr. Sigurðar Gunnarssonar (eldri) á Hallormsstað.
Sveinn Eiríksson, prestur á Kálfafelli, Sandfelli, Kálfafells-
stað og Ásum, felldi sr. Jón 1886 og var þingmaður 1886—
1891. Hann var óhvikull fylgismaður Benedikts Sveinssonar,
en fékk annars heldur bágt eftirmæli sem þingmaður, svo
sem marka má af þessari glepsu úr palladómi Fjallkonunnar:
„Sveinn Eiríksson er lágur meðalmaður á vöxt, lítið eitt
hokinn í herðum og einna lubbalegastur þingmanna að sjá í
sæti. Það sem hann talaði rann upp úr honum eins og þaul-
lærð þula . . .“30) — Hann var Reykjavíkurstúdent og presta-
skólamaður og kvæntist nokkrum árum fyrir stúdentspróf.
Var slíkt með eindæmum í þá daga. Sveinn var tengdasonur
sr. Páls í Hörgsdal. Synir hans voru m. a. Páll yfirkennari
og Gísli alþingismaður, sýslumaður og sendiherra.
Ölafur Ólafsson, prestur í Arnarbæli, síðar fríkirkjuprestur
í Reykjavík og Hafnarfirði, var þingmaður Austur-Skafta-
fellssýslu 1901. Vann hann þá nauman sigur á sr. Jóni á
Stafafelli. Áður hafði sr. Ólafur verið þingmaður eitt þing
tíu árum áður fyrir Rangárvallasýslu, og enn átti hann eftir
að vera þingmaður fyrir Árnessýslu eitt kjörtímabil. Á þing-
inu 1901 var hann Valtýingur. Hann var þjóðkunnur mælsku-
maður, bæði i kirkju og utan, og á þingi lagði hann mörgu
góðu máli lið, sem ekki var í svip til vinsælda fallið. T. d.
mælti hann manna bezt fram með skáldastyrk til Þorsteins
Erlingssonar, þótt ýmsir litu svo á, að prestum bæri heilög