Skírnir - 01.01.1966, Page 243
Skimir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
241
skylda til að mæla honum á móti. Ólafur var Reykjavíkur-
stúdent og prestaskólamaður.
V estur-Skaf taf ellssýsla
Páll Pálsson, þá prestur á Kálfafelli, vann það vafasama
frægðarverk að fella Jón Guðmundsson ritstjóra frá kjöri
1868. Hafði Jón þá skipað sætið allt frá 1845 og jafnan verið
einn af höfuðskörungum þingsins. Sr. Páll skipaði sér það
kjörtímabil, sem hér um ræðir, 1869—1873, í milliflokkinn
ásamt kollegum sínum Þórami í Görðum, Helga prestaskóla-
kennara og Guðmundi Einarssyni (stundum voru þeir fleiri)
í afstöðunni til stjórnarmálsins. Enn átti sr. Páll eftir að
sitja eitt kjörtímahil á þingi, og þá sem 1. þingmaður Skafta-
fellssýslu (sjá þar). Hann var Reykjavíkurstúdent og presta-
skólakandidat.
Sveinbjörn Högnason, prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð,
fór vorið 1942 í víking í átthaga sína og felldi þingmanninn
þar, Gísla Sveinsson sýslumann. Enn var hann kosinn þar
um haustið og var þingmaður sýslunnar 1942—1946. Þau
árin mun hann hafa verið eini þjónandi presturinn, sem á
þingi sat. Hann var í Framsóknarflokki. Áður (og siðar) var
hann þingmaður fyrir Rangárvallasýslu (sjá þar).
V estmannaey j ar
voru allt frá 1845 einmenningskjördæmi, lengi vel fámennast
allra. Vegna takmarkana kosningarréttar við tiltekna fast-
eign höfðu engir Eyjabúar kosningarrétt fyrr en 1858, þegar
takmörkin höfðu verið rýmkuð. Fyrir þjóðfundarkosningarnar
var þó slakað svo á klónni, að þar tókst að kjósa. Þá vildi
svo til, að annar þeirra, sem kjör hlutu, Loftur Jónsson, sátta-
nefndarmaður í Þorlaugargerði, gekk af trúnni og gerðist
mormóni. Kjósendur hans brugðu við og afturkölluðu kjör
hans. Þjóðfundurinn lýsti þá ógildingu ólöglega, en það kom
fyrir ekki; Loftur fór hvergi til þings, enda tekinn að búa
sig undir öllu viðurhlutameiri för, þ. e. til rikis hinna heilögu,
Utah. Þangað fór hann á sínum tima, og þar varð hann á
sínum tíma hvorki minna né mjórra en — biskup. Af 13
16