Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 244
242
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
alþingismönnum Vestmannaeyja 1851 og 1859—1945 voru
3 prestar, allir fyrir 1874.
Brynjólfur Jónsson, aðstoðarprestur og síðar sóknarprestur
í Vestmannaeyjum, var fyrsti reglulegi þingmaðurinn þaðan,
sat þingin 1859 og 1863. Atvikin ollu því, að hann hafði
minni áhuga á deilunum um fjárkláðann, sem þá geisuðu á
þingi, en mormónavillunni, sem virtist ógna sóknarbörnum
hans öðrum landsmönnum fremur. Sveinn Skúlason lýsir
sr. Brynjólfi lítillega eins og öðrum þingmönnum sumarið
1859, og segir hann vera nettan mann og kurteisan. Enn
fremur segir Sveinn: „Hann talaði alllangt, en framburður-
inn ekki viðfelldinn, lágur og nokkuð gamaldags prestleg-
ur.“40) Brynjólfur var Reykjavíkurstúdent og úr öðrum ár-
gangi Prestaskólans, prófhár úr háðum skólum.
Stefán Thordersen, prestur í Kálfholti, en alllöngu síðar í
Vestmannaeyjmn, áður um hríð settur sýslumaður í Eyjum,
var þingmaður kjördæmisins 1865 og 1867. Hann var sonur
Helga biskups og dóttursonur Stefáns amtmanns Stephensens,
annálað glæsimenni. Barnungur varð hann stúdent, varla
17 ára, meðal hinna síðustu frá Bessastöðum. Hann hóf þá
þegar laganám við háskólann í Kaupmannahöfn, en varð eins
og fleirum um þær mundir hált á brautum freistinganna í
stórborginni. Hneigðist hann að sögn meira að spilum og
lífsins lystisemdum en laganáminu. Eftir alllanga útivist
sneri hann heim, próflaus. Var hann tvívegis settur sýslu-
maður, en greip loks til réttinda sinna sem Bessastaðastúdent
og gerðist prestur. Þótt þingsaga hans væri stutt og fáir
byggjust við, að hann færi þangað fremdarferð, þá vann hann
þar afreksverk, sem minna hefur verið á loft haldið en vert
væri. Má segja, að hinn naumi sigur Jóns Sigurðssonar í fjár-
hagsmálinu 1865 hafi ekki hvað sízt verið Stefáni að þakka.
Var það ugglaust hans tilstilli, sem réð því, að Helgi biskup,
sem kominn var að fótum fram, greiddi atkvæði með stjórnar-
andstæðingum i málinu í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Sr.
Stefán var tengdafaðir Hannesar Hafsteins ráðherra.
Helgi Hálfdanarson prestaskólakennari, síðar lektor, var
þingmaður Eyja 1869—1873. Var hann þá í flokki miðlunar-