Skírnir - 01.01.1966, Síða 245
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
243
manna. Hann hafði áður verið á einu þingi fyrir Gullbringu-
og Kjósarsýslu (sjá þar).
Rangárvallasýsla
var einmenningskjördæmi til 1873, en frá 1875 tvimennings-
kjördæmi. Þingmenn þaðan voru 24, þar af 4 prestar.
ísleifur Gíslason, prestur í Keldnaþingum, síðar í Arnar-
bæli, var 2. þingmaður Rangæinga fyrsta kjörtimabil lög-
gjafarþingsins, 1875—1879. Brottflutningur úr héraði og tak-
mörkuð hrifning á löggjafarstarfinu mun hvort tveggja hafa
valdið því, að sú þingvera varð ekki lengri. Sr. fsleifur var
Reykjavíkurstúdent og prestaskólakandídat.
Ólafur Ólafsson í Guttormshaga, prestur í Holtaþingum,
síðast fríkirkjuprestur, var 2. þingmaður Rangárvallasýslu
1891, kosinn, eftir að Þorvaldur Bjarnarson á Þorvaldseyri
hafði sagt af sér. Var Ólafur kosinn sem yfirlýstur andstæð-
ingur miðlunarfrumvarpsins í stjórnarskrármálinu. Þarna hóf
hann stjómmálaferil sinn, hálffertugur að aldri, en áratugur
leið, áður en hann komst aftur á þing, þá fyrir Austur-Skafta-
fellssýslu og síðar Árnessýslu (sjá þar).
Eggert Pálsson, prestur og síðar prófastur á Breiðabólstað í
Fljótshlíð, var þingmaður sýslunnar 1902—1919 og aftur
1924 til dauðadags, 1926 (1. þm. 1902—1911, 1916—1919
og 1924—1926, en 2. þm. 1912—1915). Síðustu þingin var
hann eini þjónandi presturinn, sem á Alþingi sat, og þótti
það í frásögur færandi í þann tíð. Sr. Eggert var í senn sköru-
legur prestur, búhöldur og atkvæðamikill á þingi. Hann var
í Heimastjórnarflokki, meðan sá flokkur var við lýði, en síðast
í fhaldsflokki. Honum er þannig lýst í palladómum Magn-
úsar Magnússonar ritstjóra (en þeir era í enn þá léttari og
skoplegri tón en sams konar dómar Fjallkonunnar, sem til-
færðir hafa verið): „Sr. Eggert er með vörpulegustu þing-
mönnum að ytra útliti. Má sjá af svip mannsins, að hann
muni gerla kunna að meta vænleika líkama síns. Leggja
sumir þetta svo út, að sr. Eggert sé drambsamur, en það mun
misskilningur.. .“41) Eggert var Reykjavíkurstúdent og
prestaskólamaður.