Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 246
244
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
Sveinbjörn Högnason, prestur og síðar prófastur á Breiða-
bólstað, var 2. þingmaður 1931—1933 og 1. þingmaður 1937—
1942 og var í Framsóknarflokki. Síðan var hann þingmaður
Vestur-Skaftafellssýslu (sjá þar), og enn síðar 2. þingmaður
Rangárvallasýslu (1956—1959). Þannig hafa tveir Breiða-
bólstaðarprestar í röð gert þann mikla garð frægan á ný á
tuttugustu öld. Sr. Sveinbjörn var harðskeyttur málafylgju-
maður á þingi. Landbúnaðarmál, einkum afurðarsölumál, voru
meðal fremstu hugðarmála hans þar. Hann var Reykjavíkur-
stúdent og hefur síðastur Islendinga lokið guðfræðiprófi frá
háskólanum í Kaupmannahöfn.42) Má því líklegt telja, að
hann hafi verið meðal lærðustu guðfræðinga íslenzkra um sína
daga.
Árnessýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873, en tvímenningskjör-
dæmi frá 1875. Þaðan komu 22 þingmenn þetta tímabil, þar
af 4 guðfræðingar.
Jóhann Briem, prófastur í Hruna, var 1. þjóðfundarmaður
sýslunnar, en kemur ekki við stjórnmálasöguna eftir það.
Hann var Bessastaðastúdent, hóf síðan guðfræðinám við há-
skólann í Kaupmannahöfn, en lauk ekki prófi. Var hann alla
sína prestskapartíð í Hruna.
[Árið 1880 kusu Árnesingar Valdimar Briem, prest í Hrepp-
hólum og Stóranúpi, síðar prófast og vígslubiskup, og auk
þess eitt kunnasta sálmaskáld landsins. Sú kosning var lýst
ólögmæt, og dró sr. Valdimar sig þá í hlé. Hann var bróður-
sonur sr. Jóhanns í Hruna.]
Magnús Andrésson, prestur á Gilsbakka, síðar prófastur,
var 2. þingmaður Árnessýslu 1881—1885. Hann var Árnes-
ingur að ætt og uppruna, en mun ekki hafa leitað endurkjörs
í átthögunum, er hann var setztur að í Hvítársíðunni. Eins
og fyrr segir, varð hann alllöngu síðar þingmaður Mýrasýslu
(sjá þar). Um hann segir m. a. svo í palladómum Fjallkon-
unnar: „Hann er maður í hærra lagi, meðallagi grannur, skýr-
legur á svip og góðmannlegur. — Hann er hygginn maður og
einkar samvizkusamur, en stundum eins og heldur ódjarfur.
Hann talar sjaldan á þingi, en ljóst og skilmerkilega."43)