Skírnir - 01.01.1966, Page 247
Skírnir
Prestar á Aljnngi. 1845—1945
245
Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, síðast þjóðskjala-
vörður, var 1. þingmaður sýslunnar 1901—1911. Þegar hann
féll, sneri hann alveg baki við stjórnmálum, og um svipað
leyti seldi hann blað sitt og gerðist skjalavörður. Meðan hann
var á þingi, var hann lengst af meðal áhrifamestu stjórnmála-
manna landsins, og átti hann það ekki hvað sízt að þakka sínu
öfluga vopni, Þjóðólfi, sem hann beitti óspart gegn mönnum
þeim og málefnum, sem honum fannst verðskulda ráðningu.
Til 1908 var Hannes í Heimastjórnarfokki, en þá snerist hann
gegn uppkastinu. Hann var síðan einn þeirra, sem stóðu að
vantraustinu á Björn Jónsson ráðherra, enda höfðu þeir
lengi elt grátt silfur sem ritstjórar. Síðustu þing sín, 1909
og 1911, var hann forseti neðri deildar. Hannes kom fullorðinn
í skóla, en reyndist hinn fræknasti námsgarpur. Að loknu
stúdentsprófi í Reykjavík leyfði naumur hagur honum ekki
leið til frekari menntunar í þá átt, sem hugur hans stefndi.
Fór hann þá í Prestaskólann og lauk þar prófi. Einu sinni
sótti hann árangurslaust um brauð, en hugði ekki framar á
slíkt. Siðustu árin, eftir að hann var horfinn frá stjórnmálum
og ritstjórn, helgaði hann sig meira og meira því hugðarefni,
sem lengst og bezt entist honum, sögulegum fróðleik, og þá
einkum ættfræði. Var hann sérlega mikilvirkur á þeim vett-
vangi.
Ölafur Ólafsson fríkirkjuprestur var 2. þingmaður Árnes-
sýslu 1903—1907. Var hann stjórnarandstæðingur (Valtý-
ingur) þetta fyrsta kjörtímabil heimastjómarinnar. Eins og
fyrr segir, hafði hann áður verið þingmaður Rangæinga og
Austur-Skaftfellinga (sjá þar).
Hafi einhverjir enzt til að fylgjast með á þessari hringferð
í rúmi og tíma með öllum sínum viðkomustöðum, þá er enn
ætlunin að reyna betur á þolrif þeirra. Verður nú drepið á
fáein töluleg atriði.
Eins og fyrr segir, telst oss svo til, að prestar og guðfræð-
ingar á Alþingi 1845—1945 hafi verið 72 talsins. Eftir próf-
um skiptast þeir þannig: