Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 248
246 Bergsteinn Jónsson Skímir
— Brautskráðir úr heimaskóla (og þá fyrir stofnun Reykja-
víkurskólans síðari) ................................... 3
— Bessastaðastúdentar ............................. 13
— Guðfræðingar frá Kaupmannahafnarháskóla......... 14
—- Guðfræðingar frá Prestaskóla Islands (1849—1911) . 36
— Guðfræðingar frá Háskóla íslands (frá 1912) .... 5
— Próflaus, en með undanþágu, var................... 1
Samtals eru þetta því .............................. 72
Af þessum 72 voru 66 vígðir, en 6 tóku aldrei vígslu.
Enn má bæta við, að 63 voru vígðir, áður en þeir urðu þing-
menn, 1, meðan hann sat á þingi, en 2 síðar. Svo undarlega
vill til, að þeir tveir, sem vígðust, eftir að þeir sátu á þingi,
voru báðir fulltrúar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu.
Ótaldir eru hér nokkrir menn, sem komið hefði til álita að
telja með; eru það Bessastaðastúdentar og heimaskólastúd-
entar, sem rétt höfðu til prestsembætta, þótt þeir neyttu þess
ekki. Hér skulu þeir aðeins nefndir:
Brynjólfur Benedictsen, kaupmaður og bóndi í Flatey, 1.
þjóðfundarmaður Barðastrandarsýslu 1853 og kjörinn þing-
maður sama kjördæmis 1865—1867. Bessastaðastúdent.
Guttormur Vigfússon, bóndi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal,
þingmaður Norður-Múlasýslu 1847—1849 og 1. þjóðfundar-
maður 1851 (og kjörinn þingmaður 1853—1859, en dó 1856).
Hann var stúdent úr heimaskóla Guðmundar Bjarnasonar, þá
aðstoðarprests í Görðum á Álftanesi, en lengst á Hólmum í
Reyðarfirði.
Magnús Gíslason, sýsluskrifari og settur sýslumaður, 2.
þjóðfundarmaður Mýrasýslu 1851. Bessastaðastúdent. (Hann
var faðir Eyjólfs ljóstolls).
Pétur Gudjohnsen, dómkirkjuorganleikari og söngkennari,
þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1865—1867. Bessa-
staðastúdent.
Runólfur Magnús Ólsen, umboðsmaður og bóndi á Þing-
eyrum, þingmaður Húnavatnssýslu 1845, 1849 og 1857. Bessa-
staðastúdent. (Hann var faðir Bjarnar M. Ólsens rektors).
Til þessa flokks mætti einnig telja nokkra próflausa