Skírnir - 01.01.1966, Side 249
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
247
embættismenn: Gísla Brynjólfsson dósent í Kaupmannaböfn,
þingmann Skagafjarðarsýslu 1859—1863; Gísla Magnússon
skólakennara, 2. þjóðfundarmann Ámessýslu 1851; Halldór
Kr. Friðriksson skólakennara, þingmann Reykjavikur 1855—
1863, 1869—1885 og 1893, og konungkjörinn 1865—-1867;
og Jón Sigurðsson forseta, þingmann Isafjarðarsýslu 1845—
1877.
Næst er að athuga, hvernig guðfræðingarnir og prestarnir
skiptast niður á hin ýmsu tímabil þingsögunnar.
Á ráðgjafarþingunum, 1845—1873, voru sex sinnum kosn-
ingar, og þingin voru 15. Guðfræðingar og prestar á þeim
þingum vom . .. ......................................... 35
Á landshöfðingjatímabilinu, 1875—1902, vom sjö sinnum
kosningar, og þingin voru 17. Guðfræðingar og prestar á þeim
þingum voru . .. ........................................ 33
Á heimastjórnartímabilinu, 1903—1918, voru fimm sinn-
um kosningar, og þingin voru 13. Guðfræðingar og prestar á
þeim þingum voru......................................... 18
Á tímabili fullveldisins, 1919—-1944 (hér 1945), voru níu
sinnum kosningar, og þingin voru 33 (árlega frá 1920). Guð-
fræðingar og prestar voru þá............................ 11.
Einhverju kann hér að skakka, en vonandi ekki miklu, og
er velvirðingar beðið á því, sem mistalizt kann að hafa eða
sézt hefur yfir.
Væntanlega nægja þessar tölur til þess að sýna það, sem
menn hafa reyndar lengi vitað, að þátttaka presta í stjórn-
málum, a. m. k. á Alþingi, var mikil frá stofnun þingsins og
til aldamóta, en fór síðan ört minnkandi.
Áður en við efni þetta er skilizt, væri ef til vill ástæða til
að leiða hugann að nokkrum spurningum, sem kunna að
vakna við undangengna athugun og kunna jafnvel að hafa
hleypt henni af stað.
Hvers vegna voru prestar svona fyrirferSarmiklir í íslenzk-
um stjórnmálum á síðustu öld og fram um aldamót? Réttast
er, að hver og einn svari fyrir sig, er hann hefur athugað
málið; en fljótt á litið mætti svara því til, að landsmenn voru