Skírnir - 01.01.1966, Page 250
248
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
lítt búnir við Alþingi, þegar þeir fengu það. Kjami lands-
manna, bændurnir, vom langflestir lítt eða ekki vanir félags-
störfum, fundarhöldum og ræðumennsku. Sízt af öllu voru
þeir við þvi búnir að mæta háyfirvaldsmönnum eða sýslu-
mönnum sínum sem jafningjar og kappræða við þá um lands-
mál á málþingum. Til þess skorti flesta bændur, auk annars,
þekkingu, menntun og kjark, að því er ætla verður. Úr þessu
rættist vissulega vonum fyrr og vonum framar. Sjálfstraustið
virðist hafa vaxið með hverju þingi; fleiri og fleiri bændur
fóru að leggja sig eftir hagnýtri fræðslu um landsmál með
lestri og með því að bera saman bækur sinar á fundum. Hér
er vitað, að margir prestar reyndust sóknarbörnum sínum og
fleirum liðdrjúgir. Einir skólagenginna manna og embættis-
manna deildu þeir kjörum við bændur. Þeir bjuggu búum
sínum og voru gjaman metnir eftir því, hversu þeim búnaðist.
Margir voru þeir ekki minni skömngar utan kirkju en innan.
En hér skipti nokkuð í tvö horn á nítjándu öld um þá presta,
sem til forystu völdust. Sumir voru höfðingjar í fomum sið,
gengu á undan söfnuðinum og stýrðu honum styrkri hendi.
Þar á meðal má kenna menn eins og sr. Hannes Stephensen,
Árna Helgason og e. t. v. Halldór Jónsson á Hofi. Hins vegar
voru þeir, sem gengu jafnhliða helztu bændum og vom leið-
togar í nýjum sið, enda flestir sams konar heimaalningar og
sóknarbömin, höfðu skamma skólagöngu, próf sitt og vígslu
eitt umfram þau. 1 þessum flokki eru menn eins og sr. Þor-
steinn Pálsson, Guðmundur Einarsson og Eiríkur Kúld, svo
að fáir einir séu nefndir. 1 fáum orðum sagt: Á ráðgjafar-
þingunum og nokkru lengur kusu bændur gjarnan þá presta
á þing, sem þeir höfðu áður kjörið sér til forystu heima í
héraði og þeir treystu eins vel og sjálfum sér — eða betur.
Er það til marks um minnkandi veg presta í þjóðfélaginu,
að þeim hefur fœkkdð svo mfög á Alþingi? Þessu mætti ugg-
laust á margan veg svara, en hætt er við, að svörin fæm
nokkuð eftir viðhorfi manna til klerka og kirkju. Flestir ættu
að vera sammála um, að fækkun presta á þingi og á vígvöllum
landsmálanna yfirleitt stafi af eðlilegri þróun. Þjóðfélagið tók
stakkaskiptum á öldinni, sem hér ræðir um. Alþýðumenntun