Skírnir - 01.01.1966, Síða 251
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
249
fleýgði fram, þegar líða tók á nítjándu öld, prestum fór heldur
fækkandi og menn með annars konar menntun, bæði háskóla-
menntun og aðra, fóru að halda sér fram, eftir því sem þeir
urðu fleiri. Fyrst komu gagnfræðingarnir frá Möðruvöllum
og Flenshorg, búfræðingar og síðan embættislausir lögfræð-
ingar. Nýjar stéttir ruddu sér til rúms með tilkomu kaup-
staðanna, innlendir kaupmenn og útgerðarmenn, sem sóttu
eftir þingmennsku. Mörgum, bæði prestum og leikmönnum,
fór að finnast stjórnmáladeilurnar of hrikalegar fyrir sálu-
sorgara og lítt til framdráttar fyrir kirkjuna, að þjónar hennar
beittu sér mjög í hjaðningavigum alþingismanna. — Líkast
til verður því ekki neitað, að prestar skipa í lok þessa tímabils
annan sess í þjóðfélaginu en þeir gerðu í upphafi þess. Þeir
eru þá óvíða lengur jafnómissandi forystumenn og þeir höfðu
öldum saman verið. Hvort sem það var framför eða ekki, þá
stafaði þaÖ af framförum, sem margir prestar höfðu átt hlut
að — á Alþingi meðal annars.
Hverjir hafa tekiÖ þann sess, sem prestarnir skipuðu á Al-
þingi áður fyrr? Ef prestar hefðu einhvern tíma myndað sér-
stakan flokk á þingi, væri þetta auðleyst spurning. En því fer
svo fjarri, að sanni nær er, að þeir hafa verið í öllum þeim
flokkum, sem á þingi hafa verið. Þegar blöðin tóku fyrst að
amast við prestafjöldanum á Alþingi, töldu þau þá standa í
vegi fyrir bændum. En atvikin hafa hagað því svo, að hlut-
deild bænda í þjóðfélaginu hefur rýrnað að sama skapi og
presta eða því sem næst. Líkast til mætti segja, að allar stéttir
þjóðfélagsins Og hagsmunahópar hafi á liðnum árum eignazt
forystumenn, sem annan undirbúning og menntun hafa hlotið
en guðfræðinám, og er það ofur auðskilið. Áður fóru fátækir
menntamenn í Prestaskólann, af því að þeir réðu ekki við
dýrara framhaldsnám. Nú virðist flest hníga að því, að stjórn-
málaþátttaka, og þá einkum löggjafarstarf, verði aðalstarf
þeirra, sem við slíkt fást, og þá er deginum ljósara, að annars
konar menn en hingað til veljist á þing, menn, sem miðað hafa
undirbúning sinn undir ævistarf við slikt með námi og starfi,
sérfræðingar og trúnaðarmenn alls konar hagsmunahópa og
stéttarsamtaka. Með öðrum orðum, atvinnumenn taka við af