Skírnir - 01.01.1966, Page 252
250
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
leikmönnum. Eru sjálfsagt skiptar skoðanir um ávinning
slíkrar þróunar, en við henni verður tæplega spornað, þegar
lausnarorð aldarinnar er sérhæfing. Fyrr en varir, verður það
e. t. v. sjálfvirkni, og hvað tekur þá við?
Hvernig fórst prestum hlutverk raógefandi fulltrúa og lög-
gfafa? Hér verður ekki hikað við að fullyrða, að margir mæt-
ustu og starfhæfustu þingmenn hafa verið prestar eða prest-
lærðir. Hins vegar neitar enginn, að ófáir voru þeir herrans
þjónar, sem kallaðir voru til þings, en ekki reyndust í tölu
útvalinna þar. Eins og aðrir menn, sem til þings völdust,
skiptast prestamir í stórum dráttum í tvo hópa: Þá sem stóðu
fyrir sínu og vel það, og þá sem lítið eða ekkert erindi áttu
þangað. Margir hinna síðar nefndu voru samt hinir mætustu
menn í réttu umhverfi og verkahring, þótt þeir nytu sin ekki
í hlutverki ráðgjafa konungs eða löggjafa þjóðar sinnar; en
slíkt er varla tiltökumál. Vissulega væri saga Alþingis ris-
minni og svipdaufari, ef þar hefðu ekki gengið um sali þeir
Hannes Stephensen og Halldór Jónsson, biskuparnir Pétur og
Hallgrímur, Garðaprestarnir Þórarinn og Jens, mágarnir
Eiríkur Kúld og Guðmundur Einarsson, eða einfarinn Arn-
ljótur Ölafsson, svo að fáir einir hinna helztu og elztu séu
nefndir.
Frá fyrri hluta þessarar aldar, þegar prestum og guðfræð-
ingum fer stórum fækkandi á þingi, má minnast á kempur
eins og Sigurð i Vigur og Eggert Pálsson, Tryggva Þórhallsson
og Magnús Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson forseta, og undir lok
þessa tímabils þá Sveinbjörn Högnason, Þorstein Briem, Sig-
urð Einarsson og Sigfús Sigurhjartarson, sem allir voru eftir-
minnilegir mælskumenn. Einnig voru þeir ósviknir stjórn-
málamenn, sem trúlega hefðu lent í þann farveg, þótt annað
háskólanám hefðu stundað en guðfræði. Hitt er annað mál,
að nú á dögum kjósa þeir menntamenn sér heldur lögfræði eða
hagfræði að sérnámi, sem markvisst stefna að þátttöku í hrá-
skinnaleik og hnútukasti íslenzkra stjórnmála.
Loks má tilfæra nokkrar tölur, sem hafa mætti til saman-
burðar við prestana, sem á undan eru taldir. Er það lauslegt
yfirlit yfir bændur, kaupsýslumenn, blaðamenn, kennara,