Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 253
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
251
lögfræðinga og lækna, sem setið hafa á þingi 1845—-1945.
Reyndar eru sumir tvítaldir, en fyrir því verður ekki nánari
grein gerð að þessu sinni.
Bændur á Alþingi ................... 115
Kaupsýslumenn á Alþingi ............. 42
Blaðamenn á Alþingi .................. 23
Kennarar á Alþingi................... 32
Lögfræðingar á Alþingi .............. 71
Læknar á Alþingi .................... 21
Að endingu er þess vænzt, að einhver þess umkominn verði
fyrr eða síðar til þess að svara á viðhlítandi hátt þeim spum-
ingum, sem hér hafa verið vaktar eða vakna kunna við athugun
á efninu. Væri þá e. t. v. athugandi að gera öðrum stéttum
eða hópum embættismanna og menntamanna svipuð skil,
að ógleymdum bændum, kaupsýslumönnum og verkalýðsleið-
togum.44)
TILVlSANIR
1) Glöggt yfirlit um afskipti biskupa af setningu landslaga á þjóð-
veldistímanum er að finna í Söguágripi alþingis hins forna, framan við I.
bindi Alþingisbóka Islands, útg. Sögufélagsins, Reykjavík 1912—1914. Sjá
einkum bls. LVI—LXIII.
2) Sjá einkum Ævisögu dr. Péturs Péturssonar biskups, Reykjavík 1908.
Höfundur er Þorvaldur Thoroddsen, tengdasonur biskups, og hallar hann
sannarlega hvergi á söguhetjuna.
3) Samkvæmt LögfrœZingatali 1736—1963, eftir Agnar Kl. Jónsson,
Reykjavik 1963.
4) Rrynleifur Tobiasson: Alþingismannatal 1845—1945, Reykjavík 1952.
Sjá bls. 212.
5) Lovsamling for Island, XII. bindi, bls. 454—525.
6) NorSri, VII. árg. 23—24. tbl., Akureyri 30. okt. 1859. Það, sem visað
er í Norðra í grein þessari, er allt. úr grein, sem birtist undir fyrirsögninni:
Um þingmenn og þinghœtti. — tJr bréfi í kjördœmi mitt. Er eftir Svein
Skúlason ritstjóra og alþingismann, síðar prest.
7) NorSri, VII. árg. 23—24. tbl., Akureyri 30. okt 1859.
8) Fjallkonan, II. árg. 19. tbl., Reykjavik 19. okt. 1885.
Palladómar þess árs eru trúlega heldur eftir Jón Ólafsson alþingismann
en Valdimar Ásmundsson ritstjóra. Hins vegar munu siðari palladómar
blaðsins vera eftir Valdimar.