Skírnir - 01.01.1966, Page 257
Skirnir
Sigurður Sigtryggsson rektor
255
hann árin 1920—1931, en fluttist svo til Kaupmannahafnar
og varð yfirkennari við Vestre-Borgerdydskole á Vesturbrú. 1
því emhætti var hann 1931—1940. Þá losnaði rektorsstaðan
við menntaskólann í Lyngby, og fékk Sigurður hana, og hélt
þeirri stöðu til dauðadags.
Auk embættis síns hafði Sigurður á hendi ýmis áríðandi
störf fyrir kennslumálastjórnina. Hann átti sæti í nefnd þeirri,
er undirbýr verkefni fyrir stúdentspróf, árin 1927 og til dauða-
dags. Þar að auki var hann fastur prófdómandi í þýzku fyrir
kennslukonur, er stunduðu það nám, og aðstoðarmaður
kennslumálastjórans fyrir æðri skóla árin 1937—1940, en
lagði niður þá stöðu er hann varð rektor. Þessi síðasta staða
hans var mjög mikilvæg. Henni fylgdi það að ferðast um til
allra æðri skóla í Danmörku og hafa þar eftirlit með kennslunni
í þeim fræðigreinum, sem honum var falið að hafa augastað á.
Átti hann svo að skýra kennslumálastjóra frá því, sem
honum þótti athugavert, og gefa skólastjórum og kennurum
góð ráð, eftir því sem honum þætti þurfa. Þetta er afar-vanda-
samt starf, en Sigurður kom svo vel fram í því og viturlega
að orð var á gert. Samvinna hans við skólana öðrumegin og
kennslumálastjórann hinumegin var ágæt, og nánasti yfir-
maður hans, kennslumálastjóri og síðar kennslumálaráðherra
Höjberg Christensen, minntist þess sérstaklega við útför hans,
hve aðdáanlega hann hefði leyst þetta erfiða starf af hendi.
Hann gat tekið fast í taumana ef þess þurfti með, en lipurð
hans og réttsýni var viðbrugðið. 1 öllum æðri skólum í Dan-
mörku var hann vel kunnur og velkominn gestur. Sigurður
fann það líka sjálfur að einmitt á þessu sviði gat hann verið að
miklu gagni, og það mun hafa verið aðalástæðan til þess að
hann vildi lengi vel ekki taka við rektorsembætti, þó honum
stæði þess konar emhætti til boða oftar en einu sinni. Á end-
anum gerði hann það samt.
Við skóla þá, sem hann var kennari við, var sérstaklega tekið
til þess hvað hann var samvinnuþýður við meðkennara sína.
1 þeim hóp átti hann marga vini. Ef einhver af meðkennurun-
um átti áratugsafmæli eða þess konar var Sigurður oft hvata-
maður til gjafa eða gleðskapar. Hann lét sér annt um heiður