Skírnir - 01.01.1966, Page 258
256
Sigurður Sigtryggsson rektor
Skímir
og hag skólanna út á við, og kynnti sér sögu þeirra og hérað-
anna og borganna, þar sem þeir voru settir. Vottur um þetta
er rit hans um sögu Vestre-Borgerdyd-skólans, er hann gaf út
á 150 ára afmæli hans (Vestre-Borgerdydskole, 1787—1937).
og ritgerð hans „Fra Sonderborg Slot i Christian IIs Konge-
tid“ í skólaskýrslu frá Sönderhorg skóla 1930. Og ekki sízt lét
hann sér annt um lærisveina sína, enda voru fáir kennarar
vinsælli í þeirra hóp. Þó enska hefði verið aðalnámsgrein
hans á háskólanum fór það þó svo, að aðalstarf hans varð að
kenna þýzku. Hann fór stundum á vorin og sumrin ferðir
með nemendum sínum, m. a. til borga á Þýzkalandi. Hann
ætlaðist til mikils af þeim, og þeir lærðu líka mikið hjá honum
— um það bar öllum saman.
Þegar Sigurður varð rektor hálfsextugur kom hans langa
reynsla honum í góðar þarfir. Annað heimsstríðið var þá
skollið á, og ýmsir erfiðleikar komnir fram, sem enginn hafði
áður húizt við. Sigurður heitti nú öllum kröftum sínum í þarfir
skólans, og sýndi þar sína venjulegu stjórnsemi og hyggindi.
1 þau 5 ár sem hann var rektor tók hann sér víst aldrei neitt
verulegt sumarfrí. Ekki sízt lét hann sér annt um fátæka,
gáfaða nemendur. Það er dýrt að kosta hörn til mennta í æðri
skólum í Danmörku, en ef Sigurður varð þess var, að fjárhög-
um heimilanna var ábótavant, en efnilegir nemendur áttu í
hlut, reyndi hann að gera hvað hann gat til að útvega þeim
námsstyrk. Og á þeim skóla ávann hann sér líka hylli sam-
kennara sinna og samúð lærisveina, og foreldrar og aðstand-
endur nemendanna voru sérstaklega ánægðir með nýja rektor-
inn. I fyrstu þótti sumum hann of strangur, öðrum of varkár.
Á endanum fór svo að margir elskuðu hann, allir virtu hann.
Eins og eðlilegt er í Danmörku er mikil áherzla lögð á
þýzkunám, og þýzkukennsla stendur þar á mjög háu stigi.
Kennslubækur Sigurðar í því máli sýna hvað mikla áherzlu
hann hefur lagt á að nemendur kynntust öllum helztu hliðum
þjóðlífsins eins og það er nú. Fagurfræði og skáldskapar gætir
þar tiltölulega minna. Einkum sést þetta greinilega í bók hans
„Deutsche Kultur and Charakterbilder“ (1. útg. 1927, 5. útg.
1942) og í „Tyske Læsestykker for det matematiske Gymna-