Skírnir - 01.01.1966, Page 263
Skírnir
Sigurður Sigtryggsson rektor
259
vegna annríkis. Hann talaði stundum í íslendingafélagi, og
var kosinn meðlimur Fræðafélagsins. 1 „Kólfi“, félagi eldri
islenzkra menntamanna búsettra hér, var hann hérumbil á
hverjum fundi. Hann og kona hans voru mjög gertrisin, og
á heimili þeirra var oft margt gott fólk að hitta. Sigurður var
mesti hófsmaður á mat og drykk, en alltaf voru þar ágætar
veitingar, og venjulega gæddi hann gestum sínum á fyrirtaks
Rínarvíni, -— þesskonar vín þóttu honum bezt og hann kunni
að velja góðar tegundir. Hann hafði fallega söngrödd, og
siðustu árin sem hann lifði var það komið í venju að hann og
þrír íslenzkir vinir hans komu saman til að syngja fjórraddað,
til skiptis hver hjá öðrum, einkum eftir að takmarkanir á
samgöngum gerðu útivistir á kvöldin í höfuðborginni erfiðari
en áður.
Flestum Islendingum, sem hér dvelja lengi, verður hlýtt til
Danmerkur og dönsku þjóðarinnar, og telja hag og heiður
þess lands og þjóðar sinn hag og heiður, engu síður en hver
góður danskur maður gerir. Þetta gerði Sigurður líka, og því
tóku allir eftir sem þekktu hann, en líka hinu, að hann var
góður og hreinskilinn íslenzkur ættjarðarvinur. Hann unni
báðum þjóðunum, og skilnað íslands og Danmerkur 1944 tók
hann sér mjög nærri, ekki sízt aðferð þá sem notuð var, sem
honum mislíkaði, eins og flestum Islendingum hér. Hann
var jafnvel að hugsa um að sækja um lausn frá embætti sinu
þess vegna. En þar tók dauðinn í taumana.
Ég þekkti Sigurð lítið á stúdentsárum hans, og kynntist
honum eiginlega ekki að ráði fyrr en á norræna stúdentafund-
inum á Rödkilde 1916. Við vorum þá mikið saman, fórum
svo að skrifast á, og ég heimsótti hann í Sönderborg 1921 og
síðar, og eftir að hann fluttist til Kaupmannahafnar hittumst
við oft, stundum á heimilum okkar, stundum á mannfundum,
og oft mæltum við okkur mót á einhverjum stað í Höfn til
að skrafa saman. Ég fékk því meiri virðingu fyrir Sigurði,
sem ég kynntist honum betur. Hann var óvenjulega hrein-
lyndur og drenglyndur maður, „glaður og reifur“, og með ráð
undir hverju rifi, ef um vandamál var að ræða. Hann var
mjög viðkvæmur maður, og gat því stundum tekið sér nærri