Skírnir - 01.01.1966, Page 264
260
Sigurður Sigtryggsson rektor
Skirnir
ýmislegt, sem harðgeðjari maður hefði tæplega virt þess að
gera mikið úr, en vit hans og stilling riðu alltaf haggamuninn.
Sigurður var fríður maður og fyrirmannlegur, og mesta
prúðmenni í framgöngu, orðsnjall og fyndinn í ræðum.
Heilsufar hans var yfirleitt gott, þrátt fyrir öll þau miklu
störf, sem hann lagði á sig, en ég hygg samt að hann hafi
ofboðið sér seinustu árin. I nóv. 1944 fór að bera á hjarta-
sjúkdómi, sem virtist vægur, og héldu læknar að honum
myndi batna þetta að fullu við hæfilega hvíld. Lagðist hann
þá á amtssjúkrahúsið í Gentofte, og virtist allt ganga vel, en
hann dó þar skyndilega af hjartabilun 21. desemher. tJtför
hans fór fram 27. sama mánaðar í kirkjunni í Lyngby, og
var mjög vegleg. Svili hans, Krohn sóknarprestur þar, hélt
aðalræðuna, og auk hans héldu ræður Höjberg Christensen
kennslumálaráðherra og lektor Sönderlund frá menntaskól-
anum í Lyngby, sem annazt hafði rektorsstörfin í forföllum
Sigurðar. Blómsveigaröðin var óslitin frá kistunni, innst við
altarið, og út að dyrum kirkjunnar, — voru þar m. a. sveigar
með áletrun frá Sendiráði fslands, fslendingafélagi og Fræða-
félaginu. Skólapiltar úr efsta bekk skipuðu sér með fána sem
heiðursvörð um kistuna, og voru heiðursmerki Sigurðar, ridd-
arakrossar Dannebrogsorðunnar og Fálkaorðunnar, hengd á
hana að framan.
Allir sem þekktu hann að ráði munu sakna hans. Hann
var fyrirmyndarmaður, hvar sem hann kom fram, hollvinur
vinum sínum og landi okkar til sóma í stóru og smáu.