Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 267
Skírnir
Samtíningur
263
(Eg hef unnið honum) Miklagarð, sem hét honum hollustu, og Saxland,
þar sem hann fór fram að vild sinni. Með Dýrendal hef ég unnið hon-
um Skotland og England, sem hann lét sem herbergi sitt væri.“ 1 út-
gáfu sinni af kvæðinu segir Bedier (II, 170—71), að orðin innan horn-
klofanna séu óskiljanleg, og ekkert líkt standi í öðrum handritum kvæð-
isins. Eðlilegt væri að hugsa sér, að „Vales“ væri Wales, en „islonde"
er óefað Island. Linan er of löng, en „islonde" er bundið i langlokurím
(assonance) kvæðisins og er þvi óálitlegra að gera það útlægt.
Auðvitað er ekkert þvi til fyrirstöðu, að skáld eða eftirritari kvæðisins
þekkti nafn íslands, og það hvort sem höfundur hefði verið Norðmenn-
ingur (mál handritsins ber ærin merki þeirrar frönsku, sem töluð var
í Englandi) eða „un Franc de France“ (eins og Bédier er ljúft að hugsa
sér).
35.
1 Niflungaljóðum hinum þýzku getur Islands. Svo segir, að Brynhildur
hafi étt sér þar bústaði, og hét kastali hennar ísenstein. Frásögnin um
hana hefst glæsilega:
Es was ein kiininginne gesezzen úber sé;
ir geliche enheine man wesse ninder mé:
diu was unmázen schœne, vil michel was ir kraft;
si schðz mit snellen degenen umbe minne den schaft.
Þetta er svo í lausu máli á íslenzku: Það var ein drottning handan hafs.
Enginn vissi neina lika henni. Hún var forkunnar fögur og römm að afli:
hún keppti í spjótkasti við hina hraustustu menn og lagði undir ást sína.
Síðan segir frá öðrum afrekum hennar. Þessi mær berst í tal meðal
manna Gunnars, og varð það til þess, að hann felldi hug til hennar, og
var ráðið af að biðja hennar. Frá þeirri bónorðsför er langt sagt, og hef-
ur prófessor F. P. Magoun jr. rakið þá frásögn í skemmtilegri grein, sem
birtist í The Modem Language Review XXXIX, 1944. Hann færir rök
fyrir því, að sá sem kvæðið kvað, hafi haft veður af leiðinni til Islands.
Fyrst er farið niður eftir Rín og til sævar, síðan til Islands, og tekur sú
ferð tólf daga, og er Sigurður (Fáfnisbani) leiðsögumaður, enda er svo
að skilja, sem hann hafi áður verið á þessum slóðum og viti öll deili á
Brynhildi. Sem von er til, hugsar skáldið sér bústað Brynhildar mikinn
kastala; hann segir svo frá þvi, þegar Gunnar sér hann: „Þegar Gunnar
konungur sá hinar mörgu borgir (kastala) og hina víðu velli, þá mælti
hann til Sigurðar og spurði, hver ætti horgir þær.“ Siðan er löng frásögn
af bónorðinu og kappleiknum. Að því búnu segir frá því, að Sigurður
fær leyfi Gunnars að fara sinna ferða; reri hann á litlum báti yfir til
Niflungalands: sú ferð tók einn sólarhring. Svo er að sjá, sem þar hafi
verið borgir og riddarar. Þar fer hann til fjalls nokkurs, og er þar borg
ein. Þar var mikill fjársjóður, og hafði Sigurður komizt yfir hann með
því að vega eigendur hans, dvergana Scilbunc (Skilfing) og Nibelunc