Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 268
264
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
(Niflung), en síðan setti hann Albrich dverg yfir fjársjóðinn, en dyra-
vörður var risi. Sigurður hefur með sér bæði menn og fé úr Niflunga-
landi og heldur á fund Gunnars í Worms.
Eftir öllu að dæma er Island í nokkrum ljóma í huga skáldsins, og
hann kann fullvel skil á leiðinni, en byggð á íslandi hugsar hann sér
líka og í Mið-Evrópu.
36.
Geoffroy af Monmouth segir í bók sinni, Historia regum Britanniæ
(156. kap., útg. Farals), að við krýningu Artúrs konungs hafi verið marg-
ir útlendir kóngar, auk annars stórmennis. Meðal kónganna nefnir hann
Malvasius, rex Islandiœ, en eigi er þar meira sagt frá honum.
Lík nöfn koma víðar fyrir hjá Geoffroy. Þannig segir (183. kap.) frá
Malgo nokkrum, sem var kóngur eftir daga Artúrs, og vann hann undir
sig Norður- og Vesturlönd, þar á meðal Island. Annar kóngur var Melga,
sem talinn var hafa lifað fyrir daga Artúrs.
Nöfn enn líkari Malvasiusar-nafni koma þó enn viðar fyrir, og væri
margt frá ]>ví að segja. Aðeins skal minna hér á Maheloas konung á
„Isle de Voirre", sem getið var í 31. grein, en ekki verður farið lengra
út í þessa sálma hér.
37.
Al-Masúdi, kunnur serkneskur rithöfundur (d. 956), segir svo frá haf-
inu vestan Evrópu: „Fyrir árið 300 (hófst 18/8 912 e. Kr.) höfðu komið
yfir hafið skip til al-Andalús með þúsundum manna innan borðs, og
höfðu þeir herjað þar strendurnar. I al-Andalús hugðu menn, að þeir
væru af þjóðflokki al-Madjús, sem færu yfir hafið til þeirra og gerðu árás
á þá á tveggja alda fresti, og að þeir færu til lands þeirra gegnum sund
sem liggur frá Uqiyanús-hafinu, þó ekki gegnum það sund, þar sem eir-
vitinn stendur. En ég hygg — en Allah veit bezt um það — að þetta sund
sé tengt Mayútis- og Bantúshafinu, og þessi þjóðflokkur sé ar-Rús, sem
vér höfum fyrr rætt um í bókinni, því að engir rtema þeir haja megnat)
aS sigla um þau höf, sem tengd. eru Uqiyanús-hafinu.“ (Sjá Birkeland:
Nordens historie i middelaalderen etter arabiske kilder, Oslo 1954, bls. 38.
[Skrifter utg. av det Norske Vid. Akademi.])
Al-Andalús er Spánn, al-Madjús heiðnir Norðurlandabúar, ar-Rús
Norðurlandamenn í Rússlandi. Mayútis er Asofshaf, en Bantús Svarta-
haf. Uqiyanús er úthafið (oceanus).
Auðséð er, að Al-Masúdi hefur talið, að Norðúrlandabúar hafi skarað
fram úr öðrum þjóðum í siglingalist. Þetta kemur alveg heim við orð
Alcuins biskups (d. 804) í bréfi hans til enskra klerka, þar sem greina
má undrun manna af því, að hinir fyrstu víkingar skyldu hiklaust sigla
þvert yfir Norðursjó frá Noregi, en það höfðu menn áður haldið ófært.
38.
Um eyjar norður í útsænum segir al-ídrísi, merkur serkneskur rithöf-