Skírnir - 01.01.1966, Page 269
Skírnir
Samtiningur
265
undur, sem gerði landabréf og landfræðirit fyrir Roger II konung á Sik-
iley 1154 og andaðist 1166. Einn kaflinn í ritinu er ó þessa leið:
„Frá strönd hinnar auðu Saqúsiya-eyjar til Irlanda-eyjar eru tvær dag-
leiðir til vesturs. Um þá ey var fyrr getið. Frá strönd Angilitarra-eyjar
til D.n.s.-eyjar er dagleið, og frá strönd Asqúsiya-eyjar norður til eyjar-
innar Islanda er þriðjungur úr dagleið (?). Frá strönd eyjarinnar Islanda
og til hinnar miklu Irlanda-eyjar er dagleið. Eins er frá eynni Islanda
í austurátt til skagans Nurwaga tólf mílur. Eyin Islanda er fjögur hundr-
uð mílur á lengd, og breidd hennar eitt hundrað og fimmtíu milur. Um
þessar eyjar verður rætt hér á eftir með hjálp Allah, hins háleita, og
með aðstoð hans. Nú kemur næst á eftir þriðji hluti, ef Allah, hinn há-
leiti, vill.“ (Sjá Birkeland, fyrrgreint rit, bls. 72.)
Saqúsiya (Asqúsiya) er Skotland, Angilitarra England, og Nurwaga
Noregur. Hin nöfnin þurfa ekki skýringar við. Nafn Islands hefst hér
ó r-i, óvíst hvers vegna.
39.
Stundum kemur fyrir nafnið Túlí í ritum Mahómetsmanna, en tor-
velt mun að greina, hvemig það er að skilja, hvort það merkir einhvem
tíma Island og þá hvenær. En ofboð liklegt er, að við Island sé átt í þess-
um kafla úr stjarnfræðiriti eftir as-Sírázi (d. 1311):
„Enn fremur getur lengstur dagur orðið seytján tímar á fimmtugustu
og fjórðu breiddargráðu eða vel það; átján tímar á fimmtugustu og átt-
undu gráðu; nítján tímar á sextugustu og fyrstu gráðu og allt að tuttugu
timum á sextugustu og þriðju gráðu. Hér liggur ey, sem nefnist Túlí.
Það er sagt, að ibúarnir búi í heitum böðum, af því að kuldinn er þar
svo grimmur . . .“ (Birkeland, fyrrn. rit, bls. 106.)
Em þetta Islendingar, flúnir úr eldaskálunum inn í baðstofurnar?
40.
Mörg dæmi má finna þess að fornu og nýju, að bræður hafi heitið
likum nöfnum, ekki sizt á þeim tíma, þegar þeirri venju var fylgt, að
menn hétu tvíliðuðum nöfnum: kepptust menn þá við að varðveita sömu
liðu í nöfnum ættarinnar. Ef um tvibura var að ræða, hétu þeir oft al-
veg sama nafninu. Svo mun vera háttað um tvo Haddingja í Heiðreks-
sögu og Örvar-Oddssögu.
Þá er eigi óalgengt í sögnum, að félagar séu nefndir svipuðum nöfn-
um, t. d. nöfnum sem bundin em stuðlasetningu.
Nú skal nefna kynlegt dæmi um nafnlíkingu bræðra og félaga, en
það er þegar þeir hétu ósamsettum nöfnum, en þó er sérstök líking með
þeim. 1 þessari grein skulu nefnd dæmi þess, þegar nöfn tveggja eða
þriggja manna, sem allir koma við sömu sögu, enda á x.
Svo segir í grískum sögum, að Þebuborg réð Kadmos konungur. Hann
átti tvo bræður og eina systur, sú hét Evrópa, en þeir Foinix og Kilix.
Hómer getur um annan Foinix. Sá var fóstri Akkillesar. Á einum stað