Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 270
266
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
í Iliónskviðu (í 9. þætti) segir frá J)ví, að þeir Foinix, Ödysseifur og Ajas
Telamonsson voru sendir til að leita sátta við Akkilles fyrir Agamemnon
konung. Nú er þess að gæta, að Ödysseifur var vanalega nefndur á lat-
ínu Ulixes, en Ajas á latínu og í stöku ungum heimildum grískum Ajax.
Hann var berserkur að afli. Nafna átti hann, og var sá Oileusson og kall-
aður Ajas (Ajax) hinn minni, en Ajas Telamonsson Ajas hinn meiri.
Þegar viðhöfð var tvítalan Ajante, hugðu menn lengi vel, að það væru
þeir nafnar, en siðan hafa margir aðhyllzt þá skoðun, að átt sé heldur
við Ajas Telamonsson og Teukros bróður hans. (Sjá Denys L. Page,
History and the Homeric Iliad, Berkeley 1963, 234—39.) Nafnið Telamon
merkir fetil sverðs eða skjaldar, og segir svo, að Ajas Telamonsson hafði
skjöld einn svo sem turn væri, eirlagðan leðurskjöld, sjöbyrðing.
1 Trójumannasögu er bæði getið um Ajax Telamonsson og Ajax Oileus-
son, en nálega aldrei saman. Eigi er þar heldur getið um sendiferð þá
er þeir félagar fóru Foinix, Ajax og Ulixes. En alkunnir voru tveir hinir
síðarnefndu meðal þeirra, sem kunnu latínu.
Sumir af postulum Krists voru samnefndir, en ekki varðar það nöfn
þau, sem enda á x. Svipuðu máli gegnir um nöfnin Faustus, Faustinus
og Faustinianus i Klemens sögu. Hins má geta, að meðal dýrlinga fyrri
alda eru nefndir bræður tveir, og hét hvortveggja Felix (messudagur
þeirra er 30. ágúst).
Einhvern tíma á síðara hluta miðalda var skrifuð á Islandi saga Flóres
konungs og sona hans. Efnið er sótt í Trójusögnina, en sumt i Placidus-
sögu (eða Klemenssögu) og Þriðrikssögu. Þar heita synir kóngs Felix,
Fenix og Ajax. Þeir fóru um tima huldu höfði og nefndust þá Unus,
Secundus og Tertius (Einn, Annar og Þriðji). Auðsjáanlega hefur höf-
undur sögunnar haft gaman af hinum kynlegu nöfnum, sem öll enda á x.
Enn siðar verður einhver hylltur af þeim. Laust fyrir 1700 var þýdd
úr hollenzku „almúgabók‘“, sem hlaut nafnið „Sagan af Artús, syni
kóngsins í Englandi, og Karli og Vilhjálmi bræðrum hans“. Að efni er
sagan ævintýri, skyld ævintýrum alþýðu á síðustu öld, en líka skyld
hollenzku riddarakvæði frá miðöldum. Væri ýmislegt frá því að segja,
en hér skal það þó látið hjá líða. En siðar skrifar einhver ævintýri, sem
runnið er frá þessari sögu. Þar nefnast bræðumir Fenix, Felix og Ajax.
Enn kemur nafnið Ajax fyrir i sögunni af Ajax frækna (eða ramma),
sögu frá síðari öldum, sem nú mun lítt kunn.
41.
1 Nitídusögu er nefndur konungur sá, er Soldán hét og réð fyrir Serk-
landi. Hann átti þrjá sonu, hét einn Logi, annar Vélogi, þriðji Heiðarlogi.
Frá þeim bræðrum Loga og Véloga segir, að þeir voru vænir og gildir
menn og herjuðu öllum sumrum. En Heiðarloga er svo lýst: „Hann var
þeirra elztur. Hann hafði svart hár og skegg. Hann var hökulangur og
vangasvangur, skakktenntur og skjöpulmynntur og útskeifur. Annað auga