Skírnir - 01.01.1966, Side 272
268
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
inn sagði írá því og mælti: „Hann er kominn til þeirra, en kemur ekki
aftur. Er þar ekið sem aki þar Jehú Nímsíson, því að hann ekur eins og
vitlaus maður.“ — „Þá bauð Jóram að beita fyrir vagn sinn. Og er beitt
hafði verið fyrir vagn hans, fóru þeir Jóram Israelskonungur og Ahasja
Júdakonungur af stað, hvor á sinum vagni; fóru þeir á móti Jehú og
hittu hann á landspildu Nabóts Jesreelita. En er Jóram sá Jehú, sagði
hann: Fer þú með friði, Jehú? Hann svaraði: Hvað er um frið að ræða,
meðan ísebel móðir þín heldur áfram með hórdóm sinn og hina marg-
víslegu töfra sína? Þá sneri Jóram við og lagði á flótta og kallaði til
Ahasja: Svik, Ahasjal En Jehú þreif hoga sinn og skaut Jóram milli
herða, svo að örin gekk í gegn um hjartað, og hné hann niður í vagni
sínum. Þá sagði hann við Bídkar, riddara sinn: Tak hann og kasta hon-
um á landspildu Nabóts Jesreelíta, því að þú manst vist, að ég og þú rið-
um báðir á eftir Akab föður hans, þá er Jahve kvað upp þessi dómsorð
gegn honum: Sannarlega sá ég í gær blóð Nabóts og blóð bama hans,
segir Jahve, og mun ég launa þér á landspildu þessari, segir Jahve. Tak
hann því og kasta honum á landspilduna eftir orði Jahve. Þegar Ahasja
Júdakonungur sá þetta, flýði hann í áttina til garðhússins. En Jehú elti
hann og sagði: Hann líka! Skjótið hann í vagninum! Og þeir skutu hann
á Gúrstígnum, sem er hjá Jibleam. Og hann flýði til Megiddó og dó þar.
Síðan settu menn hans hann á vagn og fluttu hann til Jerúsalem og
jörðuðu hann í gröf hans hjá feðrum hans í borg Davíðs."
Þó að ekki varði næsti kafli efni þessarar greinar, verður ekki hjó því
komizt að láta hann fylgja:
„Nú kom Jehú til Jesreel. En er Isebel frétti það, smurði hún sig í
kringum augun, skrýddi höfuð sitt og horfði út um gluggann. Og er
Jehú kom í hliðið, kallaði hún: Hvernig líður Zimrí, sem mjrrti herra
sinn? En hann leit upp í gluggann og mælti: Hver er með mér, hver?
Og er tveir eða þrír hirðmenn litu út til hans, sagði hann: Kastið henni
ofan! Og þeir köstuðu henni ofan, og slettist þá blóð hennar á vegginn
og hestana, og tróðu þeir hana undir fótunum. En hann gekk inn og át
og drakk; siðan sagði hann: Lítið eftir þessari bölvaðri konu og jarðið
hana, þvi að konungsdóttir er hún.“
Þrátt fyrir hitabeltisblæ þessarar frásagnar, fer ekki hjá því, að les-
anda komi í hug bardagamir, sem Hómer segir frá, svo og indverskar
frásagnir og fomirskar, þar sem sagt er frá hemaði manna í vögnum.
Auðsjáanlega hafa indóevrópskar þjóðir geisað á hervögnum sínum og
unnið undir sig lönd þjóða, sem skemmra vom á veg komnar í tækni.
Unnu þá Indverjar undir sig austurlöndin, en Keltar Vestur- og Mið-
Evrópu, en Grikkir hafa sjálfsagt þurft fleiri aðferða við í sínu nýja
landi, sem miklu fjölbreyttara var og þjóð þess kunnáttusamari.
En yfirleitt mun mega fullyrða, að hesturinn hafi gjörbreytt menn-
ingarlífi indóevrópskra þjóða. Kynlegt má það þykja, að eitthvert elzta
fræðirit, sem til er, þegar frá em teknar leirtöflur með orðasöfnum og