Skírnir - 01.01.1966, Page 273
Skírnir
Samtíningur
269
fræðslukverum í skrift, svo og annálum, fjallar um tamningu hesta og
er ritað af Kúkkulis nokkrum af Mítanni (á horítisku máli), en þýtt
síðan á hetítiska tungu. 1 því koma fyrir indversk orð.
Til marks um það, hve mikils mönnum þótti um hestinn vert, er sá
átrúnaður, sem menn mæltir á indóevrópskar tungur veittu honum. (Sjá
einkum Jan de Vries: Altgermanische Religionsgeschichte I 364—67.)
Með sumum þjóðum voru hestar helgaðir sérstökum goðum, má þar til
nefna gyðjuna Eponu með Göllum, bræður tvo, sem með Germönum
voru kallaðir Haddingjar, með Grikkjum Díoskúrar, með Indverjum As-
vinar. Annað, ekki ómerkara er það, hve tíðkanlegt var að taka orð sem
merkti hest upp í nöfn manna. Hér er átt við hin tviliðuðu nöfn, og var
þá annað hestheiti. Tíðkanleg voru þau orð, sem vegleg þóttu, og er auð-
sætt, að orðið jór og önnur skyld úr hinum indóevrópsku málunum hef-
ur um tima notið mestra vinsælda, en þau hafa þó verið misjafnlega
langæ á ýmsum stöðum. Einna fornlegast þessara orða er latneska heitið
equus, en eigi var það viðhaft í vanalegum latneskum nöfnum, enda
sættu þau geysimiklum áhrifum frá Etrúskum.
Ætla má, að mannanöfn með orðum sem merkja hesta hafi í öndverðu
haft trúarlegan hlæ og merkingu, en nálega samstundis svip herfrægðar
og hetjuskapar. Um síðir lúta þvílík nöfn einfaldlega að sporti. (Shr.
Solmsen: Indogermanische Eigennamen, 1922, 117.)
Nú skal nefna nokkur dæmi þess, að orð um hesta komi fyrir í manna-
nöfnum. Með Grikkjum var það algengt, eins og fyrr var sagt; má nefna
dæmi um Hipparchos, Hippókles, Hippómachos, Hippóníkos, Hippódamos
(orðið merkir tamningamaður hesta; kvk. -eia) o. s. frv., eða þá orðið er
í siðara lið nafnsins. Talið er, að um 200 nöfn séu til í grísku með þess-
um nafnlið. Með Indverjum og Persum voru þvilík nöfn alltið, og er
nóg að minna ó: Asva-gakra (cakra : hjól), Brhad-asva með Indverjum,
en með Persum t. a. m. Vistaspa. 1 máli Galla eru nöfn sem Eposognatus,
Eporedorix. I máli Engilsaxa er til nafnið Eomær, með Gotum Evarix,
í fornháþýzku Eomundus o. s. fi”v., en yfirleitt hafa slík nöfn verið held-
ur fátíð meðal Germana.
önnur samsett orð hafa liðinn marc (skylt marr, hestur) i nafninu
(sjá W. Stokes: Urkeltischer Sprachschatz 202), en þar fyrir utan voru
til stuttnefni dregin af orðum sem merktu hesta. Svo er háttað um Mark,
konung einn, sem nefndur er í sögnum af Trístan, um bræðurna Hengest
og Horsa, sem taldir eru hafa unnið England. Einhverstaðar hef ég séð
þess til getið, að Heimgestr (Huldar bróðir), sem nefndur hefur verið
í Háleygjatali, hafi raunar heitið sama nafni sem hinn enski Hengest.
Nú er komið að því að athuga islenzk mannanöfn, þar sem hestaheiti
koma fyrir. Þau eru ekki vonum fleiri, og má vera, að vagnar hafi lítt
tíðkazt í bardögum á Norðurlöndum, þótt þeir hafi verið algengir í brúð-
förum og blótförum um löndin. Og yfir norrænum reiðmannasveitum
hefur ekki verið slíkur ljómi sem var yfir vagnaliði suðrænna þjóða.