Skírnir - 01.01.1966, Side 274
270
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Vera má og, að þessi nöfn hafi komizt úr tízku eins og jafnan má bera við.
Norrænu nöfnin eru samsett úr stofni orðsins jór, og líkjast þau þá
nafnliðnum jór-, sem talinn er eins konar samdráttur orðsins jofurr.
Vanalega er auðgert að greina, hvaða hljóð heyra til hvorum lið, og þar
með, hvort um er að ræða stofn orðsins jór eða orðsins jgfurr saman
dregsins. Þannig eru nöfnin Jódís, JófríSr, Jógeirr, Jógrímr, Jókell, Jó-
steinn o. fl. með jó- í fyrra lið. Til samdráttarmyndarinnar af jgfur-
heyra hins vegar þau orð, sem hafa jór- í fyrra lið, en síðari liður hefst
á sérhljóða, svo sem í nafninu Jórúlfr. Vafasöm geta þá þau orð verið,
sem eigi má vita um, hvort r heyrir til fyrra eða siðara liðar. Svo er
um nafnið Jórunn, en þegar gætt er annarra nafna, sem enda á -unn
(Steinunn, Iðunn o. s. frv.), er líklegast, að r-ið heyri til fyrra liðar og
sé hann jór- < ÍQfur-. Eins má skilja nafnið JóreiSr, og þá þannig, að
fyrra lið Ijúki á r, en síðari liður sé heiSr. Yrði þá að ætla, að Jór- væri
hér dregið saman úr jQfur-. En hvað væri, ef siðari liður hæfist á r,
eins og Ölafur hvitaskáld hugsar sér, þegar hann skýrir vísufjórðunginn:
Vist erum hermð á hesti
— hefir fljóð ef vill — góðan —
og skilur hann fyrsta vísuorðið svo sem þar sé mælt: ,víst legg eg reiði-
þokka á jó‘ og bætir svo við ,góðan‘, en það er sama sem ,Víst legg eg
góðan þokka á Jóreiði*.
Hvað nú, ef við hugsuðum okkur til gamans, að skilningur Ölafs hvíta-
skálds og vísuhöfundar væri réttur? Mundi hann standa einn og óstudd-
ur, eða mundi eitthvað koma til fulltingis?
I bók sinni Early Irish History and Mythology (1937, bls. 290 o. áfr.)
getur Thomas F. O’Rahilly um nokkur nöfn manna (eða goða), þar sem
fyrir kemur orðið ech, en það er sama sem jór. Hann nefnir þar gyðju
eina Étain, sem kölluð sé Echraide, og um það orð segir hann: “Her epi-
thet Echraide (*ekvo-rédiá; cf. Welsh ebrwydd, swift, lit, ‘horse-riding’)
suggests the speedy horse.” En þetta orð svarar, ef glöggt er gætt, ná-
kvæmlega til nafnsins Jó-reiSr. Það kemur víðar fyrir. Borg ein handan
Pó-fljótsins nefndist Eporedia (epo- á gallisku s. s. forn-írsku ech, jór).
Um hana segir Plinius yngri (Naturalis historia, rec. J. Sillig, 1. III, cap.
cvii, sectio 20), að samkvæmt Sibyllu-bókunum hafi Rómalýður látið reisa
þá borg; „eporedias Galli bonos equorum domitores vocant“, þ. e. Gallar
nefna góða tamningamenn (eða hestamenn) „eporedias“. Loks má geta
aftur mannsnafnsins Eporedorix, sem fyrr var vikið að.
1 orði því, sem Plinius nefndi úr gallversku, er fyrri liður vitanlega
sama sem jór, fornirska ech. Síðari liður er skyldur sagnorðinu riSa,
fomírsku ríadaim. Hvort sem skyld orð kunna að vera til með öðrum
þjóðum, virðast þau ekki hafa fengið hina tæknilegu merkingu um hesta-
mennsku nema með germönskum og keltneskum þjóðum. Annars er hér
munur á merkingu, hvort átt er við reiðmennsku eða akstur; fyrri merk-
ingin tíðkast í germönskum málum, sú síðari frekar í keltneskum, og