Skírnir - 01.01.1966, Síða 275
Skírnir
Samtíningur
271
skýrist þetta vafalaust að miklu leyti af landslagi og vegum eða veg-
leysum. í gallversku var til orðið réda, sem merkti vagn; samsvarandi
orð í norrænu er reiS, sem merkir ýmist vagn (reið Þórs) eða för á hest-
baki. Hve viða þessi orð greindust má annars sjá á orðum sem írsku
dériad: tvíhjóla vagn; rad haft um flokk, og notað nærri því eins og við-
skeyti. (Um kvíslun þessara og skyldra orða í keltneskum málum sjá
nánar Holger Pedersen: Keltische Grammatik I, 58; II, 14—15, 601;
Wh. Stokes: Urkeltischer Sprachschatz, 228—29.) Mörg skyld orð eru til
i öðrum germönskum málum en íslenzku, svo sem í forn-saxnesku eo-
rid folc, fomensku eo-red, norrænu jóreiS; fornháþýsku reita: reið eða
vagn, fornensku rád, sem getur merkt: vegur, o. s. frv.
Fátt eitt um orðmyndina: Sögnin ríSa er hin sama og fornírska ria-
daim, hæði orðin dregin af fornri, sameiginlegri mynd *reidh-. í forn-
írsku koma stundum fyrir hljóðskipti í sagnbeygingum, en miklu minna
kveður að þeim en í germönskum málum. Svo er um þetta orð; mér er
ókunnugt að of-stigið komi þar fyrir (s. s. ei í norrænu). Orðið réda,
vagn, verður og að ætla runnið af *reidh-, en germönsku myndina væri
eðlilegt að hugsa sér dregna af *roidh-. En þar sem enginn vafi er é, að
orðið er hið sama, er tilgangslítið að orðlengja um það. Aðeins er þess
að gæta, að sami munur er á *ekvo-rédia og Jó-reiSr, og þá ekki dular-
fyllri.
Ef menn skyldu tortryggja þessa hliðstæðu, af þvi að ekki séu fleiri
dæmi um -reiSr sem siðari lið, þá er það vitanlega marklaust. Svo ná-
kvæm samsvörun milli mannanafna í indógermönskum málagreinum er
oftast eða þá ævinlega einsdæmi. Auk þess mætti hugsa sér, að nöfn með
Jó- í upphafi hafi frekar þorrrið norður hér, þegar tímar liðu. Þannig
sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að þessi hugmynd kunni að vera rétt. En
hún getur líka mætavel verið röng. Vér vitum það ekki.