Skírnir - 01.01.1966, Síða 276
BRÉF SEND SKÍRNI.
i.
Heimili (skólar) fornaldarsagna og riddarasagna.
Fornaldarsögur skrifaSar í Reykholti (?) eSa af afkomeruLum Egils
Skalla-Grímssonar: Ketils saga hængs, Grims saga Loðinkinna, Áns saga
bogsveigis, Örvar-Odds saga. Förnaldarsögur skrifaSar í Oddœ Hversu
Nóregr byggðisk, Fundinn Nóregr, nema það sé eftir Snorra, Þorsteins
saga Víkingssonar, Friðþjófs saga frækna, Sturlaugs saga starfsama, Bósa
saga, Egils saga einhenda ok Ásmundar berserkjabana, Sörla saga sterka,
Hjalmþés saga ok ölvis, Halfdanarsaga Eysteinssonar, Halfdanarsaga
Brönufóstra, Illuga saga Gríðarfóstra. Þá eru fornaldarsögur samdar á
Reykhólum viS Breiðafjörd: Hálfs saga, Hrómundar saga Gripssonar,
Gautreks saga ok Gjafa-Refs, Hrólfs saga Gautrekssonar. Þá eru riddara-
sögur samdar í Odda: Ála flakks saga, Flóres saga ok sona hans, líklega
Hrings saga ok Hringvarðar, Jarlmanns saga ok Hermanns, Saulus saga
ok Nikanórs, Sigurðar saga fóts(?), Sigurðar saga turnara, Sigurðar saga
þögla, Sigurgarðs saga frækna, Sigurgarðs saga ok Valbrands, Vilhjálms
, saga sjóðs, Vilmundar saga viðutan. Or því Clári saga er líklega skrifuð
í Skálholti, þá eru Gibbons saga og Viktors saga ok Blávus liklega þar
skrifaðar. Engin riddarasaga virðist rituð í Borgarfirði, en fjórar á Reyk-
hólum við Breiðafjörö: Þjalar-Jóns saga, Mágus saga, Dinus saga dramb-
láta og Nítida saga. Adóníus saga er líklega rituð í Flateyjartungu.
Stefán Einarsson.
II.
Aldur Islendingasagna.
Upphaf íslenzkra bókmennta í Islendinga sögu stíl og ég á þá hvorki
við konungasögur né helgisögur, er hvorki í Reykholti, því síður í Odda,
heldur á Reykhólum við Breiðafjörð, þar sem tvær sögur eru sagðar í
brullaupinu fræga 1119. Orms saga Barreyjarskálds hefur týnzt, en Hró-
mundar saga Gripssonar kemur fram í Griplum um miðja fimmtándu
öld. Fyrsta saga, sem geymzt. hefur í handritum, er Orkneyinga saga.
Hún hefur verið skrifuð, áður en Ingimundur fórst í Grænlands óbyggð-
um, og það, hvort handritið fannst þar, eins og Finnbogi leikur sér að
að halda fram, eða ekki. Næst hefur verið skrifuð á Reykhólum Fóst-
bræðra saga, eins og Nordal hefur réttilega séð, en eg held hún sé eldri
en hann ætlar eða frá því um 1190 eins og Graenlendinga saga, sem hlýt-
ur að vera skrifuð samtimis, þá Gísla saga. Rannsóknum á henni hefur