Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 280
276
Ritfregnir
Skírnir
við hendina, þegar hann samdi sína sögu. 1 öðrum kafla er Sigurðar saga
þögla athuguð. Helzta heimild hennar er Klárus saga, en í henni eru þó
nokkur atriði sameiginleg Viktors sögu. 1 þriðja kafla er rætt um Gibbons
sögu. Hún styðst við Rémundar sögu, en í henni eru einnig nokkur atriði
sameiginleg Viktors sögu. 1 fjórða kafla er fjallað um Sigurgarðs sögu
frækna. 1 ljós kemur, að Viktors saga er heimild hennar. 1 fimmta kafla
er rætt um Jónatas ævintýr, en það er þýtt úr Gesta Romanorum, sagna-
safni á latínu, sem var mjög vinsælt á miðöldum. Höfundur Viktors sögu
hefur stuðzt við þetta ævintýr. 1 sjötta kafla ræðir höfundur nokkur nöfn
í Viktors sögu. Nöfnin eiga sér ýmsar hliðstæður, en stundum er þó hægt
að benda á fyrirmyndir. Þannig mun Dímus dvergur vera tekinn að láni
úr Alexanders sögu. Athyglisverð er sú niðurstaða höfundar, að höfundur
Viktors sögu hafi þekkt Hrómundar sögu Gripssonar, en samanburður er
þar erfiður, því að sagan er týnd og styðjast verður við Griplur, rímur,
sem ortar voru eftir sögunni. 1 þessum kafla kemur höfundur aftur að
Gibbons sögu og álítur hann, að Viktors saga sé heimild hennar. 1 sjö-
unda kafla tekur höfundur til athugunar ýmis minni í Viktors sögu, sem
ekki hafa verið rædd i fyrri köflum, og bendir á ýmsar hliðstæður þeirra.
I áttunda kafla ræðir hann byggingu sögunnar, stíl og ýmsar hugmyndir,
sem har koma fram. 1 níunda kafla ræðir höfundur stuttlega klassiskan
íslenzkan sögustíl og stíl riddarasagna. Hann bendir á, að erfitt sé að
greina milli norskra og íslenzkra riddarasagna frá síðari hluta 13. og
fyrri hluta 14. aldar. Síðan gefur hann örstutt yfirlit um það, hvernig
hann hugsar sér þróun islenzkra riddarasagna. 1 hópi elztu íslenzkra ridd-
arasagna telur hann Mágus sögu hina eldri, frá því um 1300. Konráðs
saga keisarasonar er frá svipuðum tíma eða heldur eldri. Siðan koma
nokkrar sögur: Vilmundar saga, Þjalar-Jóns saga, Hrings saga ok Tryggva,
Sigurðar saga fóts og Samsonar saga hins fagra. Nýtt tímabil í ritun ridd-
arasagna telur höfundur hefjast um miðja 14. öld. Frá þeim tíma er Mágus
saga hin yngri, Klárus saga, Kirjalax saga og Rémundar saga. Frá þessum
sögum má rekja fjölda atriða í efni og stíl yngri sagna.
Hér hefur verið gerð stutt grein fyrir meginþáttum þessarar ritgerðar.
Hún er þó miklu efnismeiri en þessi rakning gefur til kynna. Þar sem
höfundur ber saman tvær eða fleiri sögur, rekur hann þræðina miklu víð-
ar, bæði til innlendra og erlendra rita og i þjóðsögur. Þarna er þvi sam-
an kominn fjöldi athugana, sem eru til gagns fyrir þá, sem vinna að bók-
menntarannsóknum. Þetta gerir bókina reyndar nokkuð erfiða aflestrar,
að minnsta kosti fyrir þá, sem eru ekki þessum ritum eins gagnkunnugir
og höfundur. Slíkum lesendum hefði verið fengur að registri.
Á undanförnum áratugum hefur töluvert áunnizt í því að rekja þró-
unarferil íslendingasagna og timasetja þær í megindráttum. Rannsóknir á
fornaldarsögum og riddarasögum eru aftur á móti mjög skammt á veg
komnar. Þessi ritgerð er merkt framlag til rannsókna hinna siðarnefndu.