Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 282
278
Ritfregcir
Skírnir
Á næsta skeiði koma fram austurnorsk áhrif. Þau standa í sambandi við
það, að íslenzka kirkjan komst undir erkistólinn í Niðarósi, þegar hann
var settur 1152 eða 1153. Á þriðja skeiði kemur fram hin svokallaða gotn-
eska skrift. Síðan ræðir höfundur þróun einstakra stafa og gerir grein fyr-
ir bandstöfum. Um dæmi er hvarvetna vísað í síðu og línu í ljósprentun-
um aftar í bókinni.
Fjórði kafli heitir „The Orthography and its Development", bls. 55—95.
1 þessum kafla fjallar höfundur um stafsetningu. Fyrst setur hann upp
sérhljóðakerfi það, sem höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar, um 1150,
gerir grein fyrir. Síðan tekur hann til athugunar, hvernig þessir sérhljóð-
ar eru táknaðir í riti. Á þessum tima var sérhljóðakerfi íslenzku mjög
auðugt. Aftur á móti voru sérhljóðatákn þau, sem fyrir hendi voru í latn-
eska stafrófinu, færri. Af þessu leiddi mikla ringulreið i táknun þeirra sér-
hljóða, sem íslenzka kerfið hafði umfram. Á 12. og 13. öld verða breyt-
ingar á sérhljóðakerfinu. Rekur höfundur þessar breytingar og sýnir,
hvernig bær koma fram í rithætti handritanna. Kemur þetta glögglega
fram í töflum, þar sem sýnt er, hvernig sérhljóðar eru táknaðir í riti í
nokkrum handritum frá því um 1200 þar til um 1300. Síðan ræðir höf-
undur stuttlega táknun sérhljóða í áherzlulausum samstöfum, en hann
hefur áður gert nánar grein fyrir því í sérstakri grein. Þá tekur höfundur
til athugunar táknun samhljóða, en hún er einfaldari en táknun sérhljóða.
Þá ræðir hann skammstafanir og loks stuttlega orðaskil og setningu grein-
armerkja.
Þá koma 78 myndir af handritasíðum frá því um miðja 12. öld og fram
að lokum 13. aldar. I formála, bls. 7—8, er gerð grein fyrir vali þessara
mynda. Þeim er raðað hér í tímaröð, eftir því sem unnt er. Myndimar
verða að teljast góðar. Þó hefði mátt gera enn skýrari myndir með öðrum
aðferðum. Það kemur glögglega í ljós, ef borin er saman mynd 65, AM
655 X 4to, við mynd af sömu síðu í Hreinn Benediktsson, „Tvö handrits-
brot,“ Lingua Islandica-Islenzk tunga V (1964), á móti bls. 148. En ef
til vill hefði orðið of kostnaðarsamt að nota hina betri aðferðina.
Síðan koma skýringar og athugasemdir við einstakar myndir, bls. ii—liii.
Þar er gerð grein fyrir handritum, tímasetningu, rithöndum, stærð hand-
rits, hvort sama rithönd kemur fyrir víðar, öðrum eftirprentunum sama
handrits, textaútgáfum og hvaða síða er mynduð. Sjálfsagt mætti tína til
sitthvað fleira smálegt í þessu sambandi, þannig er vitnað í Finn Jónsson
og S. Jansson á bls. xxvi um rithendur á Kringlu og Staðarhólsbók, en við
það má bæta Gustaf Lindblad, Studier i Codex Regius av aldre Eddan I
—III (Lund 1954), 240 nm. Einnig eru þarna athugasemdir um lestur
vandasamra staða, t. d. þegar stafir í handriti koma ekki greinilega fram
á mynd. Auk þess er tæplega helmingur textanna, eða 36, prentaður staf-
rétt. Yafalaust sakna margir þess, að það skyldi ekki vera gert í öllum
tilvikum. En allt er þetta til mikils hagræðis. Að lokum er svo bókaskrá.
Rit þetta er ákaflega skýrt og skipulegt og hefur margt nýtt fram að