Skírnir - 01.01.1966, Page 283
Skírnir
Ritfregnir
279
færa. Höfundur er kunnáttumaður í nútímalegum rannsóknaraðferðum í
mólfræði, og kemur það ljóslega fram í kaflanum um stafsetninguna og
þróun hennar. Þar byggir höfundur mjög á eigin rannsóknum á íslenzka
hljóðkerfinu, en um ýmsa þætti þess hefur hann ritað undirstöðuritgerðir
í málfræðitimarit. Bók þessi á eftir að koma að miklum notum sem kennslu-
bók bæði hérlendis og erlendis og ekki sízt sem undirstaða og hvatning
til frekari rannsókna í þessari grein.
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, Einar Ól. Sveins-
son og Ólafur Halldórsson sáu um útgáfuna (Islenzk handrit, Icelandic
Manuscripts, Series in quarto, Vol. I; Reykjavík 1965), xiv-j- (2) +322+
(1) bls.
Bókin hefst á nokkrum inngangsorðum eftir Einar Ól. Sveinsson, bls.
viii— xiv. Þá taka við ljósprentuð handrit, bls. 1—301. Loks eru athuga-
semdir og kvæðaskrár eftir Ólaf Halldórsson, bls. 305—322.
Eiginhandarrit Jónasar Hallgrimssonar eru geymd í söfnum, í Lands-
bókasafni, Þjóðminjasafni, í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn
og í Árnasafni, auk tveggja, sem eru í einkaeign. I þessari útgáfu eru
eiginhandarrit á fjórða hundrað kvæða og fleiri en eitt af sumum. Eigin-
handarrit eru þó ekki til í öllum tilvikum, og hefur Ólafur Halldórsson
gert sérstaka skrá, bls. 317, um þau kvæði. Kvæðunum er raðað í aldurs-
röð, eftir því sem unnt er. Ólafur Halldórsson hefur í því sambandi gert
ýmsar athuganir á aldri kvæðanna. Nokkur kvæðanna hafa áður verið
ljósprentuð, og er það rakið á bls. 306. Á þeirri blaðsíðu er 3. útgáfa
kvæða Jónasar ársett 1813 í stað 1913.
Á þessum handritum má sjá, hvernig Jónas skildi við kvæði sín. Stund-
um má sjá, hvernig hann strikar út það, sem honum likaði ekki, og setur
annað í staðinn. Þessi útgáfa er því mikill fagnaðarauki þeim, sem vilja
lesa kvæði Jónasar Hallgrímssonar niður í kjölinn.
Helgi GuiSmundsson.
Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson. Ævi og verk. I—II.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1965 . 702 hls.
Unnendur islenzkra bókmennta almennt, og um annað fram allir þeir,
sem fást við kennslu og fræðaiðkanir á því sviði, hafa rika ástæðu til þess
að fagna útkomu þessa rits Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Pálsson.
Það er að stofni til prófritgerð, sem höfundur samdi til meistaraprófs í
íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, en vitanlega er þessi umfangs-
mikla rannsókn á æviferli Gests og ritum hans, eins og hún liggur nú
fyrir í bókarformi, stórum aukin og breytt um margt, eins og höf. tekur
fram í formála sinum. Yrði það langt mál, ef rökræða ætti að ráði, þó
eigi væri nema nokkur meginatriði jafnyfirgripsmikils rits og þetta er,
enda verður það eigi gert hér. Umsögn þessari er það eitt hlutverk ætlað
að veita nokkura yfirsýn yfir efni ritsins í heild sinni, draga athygli les-