Skírnir - 01.01.1966, Page 284
280
Ritfregnir
Skírnir
enda að sumum helztu niðurstöðum höf. þess, og víkja að lokum að því,
hvernig honum hefur tekizt að vinna úr hinu víðtæka efni, sem hann
hefir fært hér á einn stað.
Ritið er í tveim stórum hindum. 1 upphafshluta fyrra bindis er, af mik-
illi nærfærni, lýst ætt Gests, uppvexti hans, námsárum hans í Reykjavik
og Kaupmannahöfn og starfsferli hans austan hafs og vestan. Er þar að
finna mikinn fróðleik, sem varpar björtu og nýju ljósi á Gest sjálfan, ævi-
kjör hans og störf, og kemur það glöggt á daginn, er raunar var áður
vitað, hve oft róðurinn var honum þungur, ævi hans um margt harmsaga,
þótt skin væri þar á milli skúra.
Annar kafli fyrra bindis ritsins fjallar um ritunartíma, varðveizlu og
helztu prentanir þess, sem eftir Gest liggur, að blaðagreinum undanskild-
um, sem teknar eru til meðferðar í sérstökum kafla. Er þar óhjákvæmi-
lega, að eigi litlu leyti, um upptalningar að ræða, en eigi að síður gagn-
samur fróðleikur. Ekki munu þar þó öll kurl koma til grafar, enda slær
höf. þann varnagla, að þessi upptalning hans muni engan veginn tæmandi.
T. d. er þar eigi getið hinnar ensku þýðingar frú Mekkínar Sveinson Per-
kins af „Sögunni af Sigurði formanni", sem prentuð er í þýðingasafni
mínu IcelancLic Poems and Stories (1943) og endurprentuð hefir verið
vestan hafs. Eigi er heldur getið hinnar ensku þýðingar prófessors Skúla
Johnson af „Betlikerlingunni", sem ég tók upp i þýðingasafn mitt Ice-
landic Lyrics (1930 og 1956). Nefni ég þetta sérstaklega vegna þýðend-
anna, sem leyst höfðu verk sitt vel af hendi, enda bæði að góðu kunn
fyrir þýðingastarfsemi sína.
Mjög fróðlegur er síðari kafli umrædds hluta bókarinnar, en þar ræð-
ir höf. viðtökur þær og dóma, sem skáldskapur Gests, í bundnu máli og
óbundnu, hlaut á ýmsum tímum. Er margt vel sagt og réttilega í þeim
ummælum um skáldskap hans. Sérstaklega hittir Stephan G. Stephansson
vel í mark i kveðjustefi, sem hann orti til Gests, er hann frétti, að Gestur
væri á förum að vestan:
Ég sendi, að fylgja yfir haust-kólgugt haf,
þér hendingar varmar,
þú árgalinn komandi aldar, sem af
á ættjörðu bjarmar.
Stephan orti einnig markvíst og hjartahlýtt kvæði um Gest látinn, og
lét síðar son sinn heita nafni Gests. Fleiri Islendingar vestan hafs bera
nafn hans, og segir það sína sögu.
Lokahluti fyrra bindis er helgaður kvæðum Gests, blaðamennsku hans
og fyrirlestrum. Ritar höf. um kvæðin af sanngimi og skilningi, og fer
réttilega um þau þessum orðum:
„Þótt Gestur verði ekki talinn mikið ljóðskáld, gefa kvæði hans fyllri
mynd af höfundi sínum og tilfinningum hans en ýmis önnur verk hans.
í kvæðum hans sumum er sleginn persónulegur og innilegur strengur.
Þau birta ýmsa þætti skapgerðar hans, sem hann flíkar ekki í sögum sín-