Skírnir - 01.01.1966, Síða 285
Skirnir Ritfregnir 281
um, og við þekktum Gest Pálsson miður, ef hann hefði ekki skilið eftir
ljóð sín.“
Blaðamennsku Gests eru gerð ítarleg og ágæt skil, enda var hún snar
þáttur og mikilvægur í ævistarfi hans, og bregður birtu á afstöðu hans
til bókmennta og lista, menningarmála almennt, og á trúarskoðanir hans,
siðfræði og lífsstefnu, og þá ekki sízt á skoðanir hans á stjórnmálum og
þjóðfélagslegum efnum. Svipað má segja um kaflann um fyrirlestra hans
og áhrif þeirra á sínum tíma.
Að meginmáli þess loknu er í fyrra bindi ritsins viðbætir, sem góður
fengur er að og eykur á fróðleiksgildi þess.
En þótt fyrra bindi bókarinnar sé hæði innihaldsríkt og gagnfróðlegt,
og vel með efnið farið, er síðara bindið ennþá athyglisverðara bæði um
innihald og túlkun viðfangsefnanna, og nýstárlegt að sama skapi, því að
þar er meðal annars, í fyrsta sinn á samfelldan hátt fjallað um megin-
þætti í sögusköpun Gests: „notkun raunverulegra, íslenzkra fyrirmynda
og erlend bókmenntaáhrif". Að vísu hafa ýmsir áður um þetta efni ritað
eða að þvi vikið í tímarita- og blaðagreinum, en hér rannsakar höf. rits-
ins sögur Gests í heild sinni frá þvi sjónarmiði bæði nákvæmlega og af
glöggum skilningi í köflunum „Innlendur efniviður" (bls. 325—448) og
„Erlend áhrif“ (bls. 449—535). Ber lengd þessara kafla ein sér því vitni,
hve hér er ítarlega ritað um þessar hliðar á skáldsagnagerð Gests og um
leið víða á rekana gengið um öflun efnis.
Um hinar erlendu fyrirmyndir Gests virðist mér höf. stilla niðurstöð-
um sínum mjög í hóf, en færa jafnframt fram sannfærandi rök fyrir
þeim eftir ástæðum, en eins og hann bendir oft á í mati sínu á sögum
Gests, þá sækir hinn síðamefndi ósjaldan, beint eða óbeint, efnivið sinn
hæði til íslenzkra fyrirmynda og í ævireynslu sjálfs sín. Er það gömul
saga um islenzka sem erlenda rithöfunda.
Kaflinn um erlend áhrif á Gest, bæði í kvæðum hans og sögum, er
einnig prýðilega saminn og gagnfróðlegur. Efnið er tekið föstum tökum
og túlkað af víðtækri þekkingu og skarpskyggni, og get ég verið höf. sam-
þykkur í öllum meginatriðum. Leggur hann réttilega áherzlu á það, að
oft geti verið um að ræða andlegan skyldleika milli tveggja rithöfunda,
sem fylgja sömu bókmenntastefnu, fremur en bein áhrif annars á hinn.
Bregður höf. í þessum kafla nýju ljósi á margt í tengslum Gests við er-
lend og íslenzk skáld og rithöfunda. Get ég heilum huga tekið undir þessi
ummæli höfundar:
„Hér verður nú staðar numið að rekja tengsl Gests við erlendar hók-
menntir og stefnur. í verkum hans flestum og einkum sögunum mun húa
íslenzkur efniviður. Þar má greina, að oft mun hafa verið stuðzt við raun-
verulegar fyrirmyndir á Islandi. Þetta íslenzka efni sneið hann að hætti
útlendra meistara í anda alþjóðlegrar bókmenntastefnu. f verkum hans
sameinast tveir þættir, innlendur kjarni og evrópsk áhrif.“
í næstu köflum bókarinnar ræðir höf. rækilega um stöðu Gests í ís-