Skírnir - 01.01.1966, Síða 286
282
Ritfregnir
Skírnir
lenzkum bókmenntum, bæði um það „íslenzka bókmenntalíf, sem kynni
að hafa mótað hann“, og einnig á þá höfunda, „sem einkum mættu hafa
sótt til hans áhrif“. Er sú greinargerð á viðtækri rannsókn byggð og
mikið á henni að græða.
Má hið sama segja um næstu kaflana, er fjalla um efnistök Gests og
orðfæri hans og rithátt. 1 þeim köflum er margt skarplegra athugana, er
standa á traustum grunni nákvæmrar íhugunar og innsæis i verk skálds-
ins. Upptalninga gætir að sönnu mjög í kaflanum um orðfæri og rithátt
Gests, en eigi fæ ég betur séð en að sú aðferð nái vel tilgangi sinum og
gefi glögga mynd af máli hans og stíl.
Lokakafli ritsins um ádeilu Gests og boðskap svipmerkist mjög af sömu
einkennum og fyrrnefndir kaflar þess um aðrar hliðar á verkum hans;
glöggskyggni og samúðarríkur skilningur haldast þar í hendur. Hitta
þessi lokaorð ritsins áreiðanlega ágætlega í mark:
„Lífsskoðun Gests markast af samúð með breysku mannlífi i þrotlausri
leit að sannleik, markast af góðleik gagnvart hinu ráðvillta, fálmandi lifi.
Hana birti hann í ávarpsorðum sínum í fyrsta tölublaði Suðra:
„Það er lífsskoðun vor, að mannúðin sé sá grundvöllur, er allt satt,
rétt og gott byggist á, og ekkert sé satt, rétt og gott, nema það hvíli á
þessum grundvelli.“
Þessi er undirstraumur verka hans og listar: samúð með lífi manna,
lotning fyrir fegurð þess jafnt í breyskleik og dygð.“
Þetta mikla rit Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Pálsson, er þvi,
að öllu samanlögðu, hið gagnmerkasta, þar sem vel er úr víðtæku efni
unnið. Málfar bókarinnar ber einnig ágætt vitni valdi höf. á íslenzkri
tungu og smekkvísi hans í þeim efnum.
Hitt er annað mál, að i svo yfirgripsmiklu riti, verður eigi hjá því
komizt, að skoðanamunur geti orðið um einstök atriði og niðurstöður.
Mætti t. d. segja, að höf. reki sums staðar fullnákvæmlega ættfærslu og
æviferil þeirra manna og kvenna, sem hann telur vera, og vafalaust oft
með réttu, fyrirmyndir Gests í sögum hans.
Ekki þarf annað en lesa ítarlega heimildaskrá höf. og neðanmáls-
greinar, til þess að verða það ljóst, hversu viða hann hefur leitað til fanga
um efnið í þetta rit sitt, en prýðilegum árangri þeirrar viðleitni hans
ber ritið sjálft vitni, eins og þegar hefir sagt verið. Mannanafnaskráin er
einnig mikilsverð viðbót, og gegnir sama máli um myndirnar.
Að ytra búningi er ritið einnig hið vandaðasta, og á Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs þakkir skilið fyrir að hafa gefið það út og gert það svo vel
úr garði.
Richard. Beck.
Þorkell Jóhannesson: Lýðir og landsliagir I—II. Almenna bóka-
félagið. Reykjavík 1965—1966.
Þeir eru vafalaust margir, sem taka munu fegins hendi útgáfu þessa