Skírnir - 01.01.1966, Side 296
292
Ritfregnir
Skirnir
í spurnaraugum forvitinna drengja,
rök efsta dags —
lyfta sér, teygja Jiangloðna kolla
kvíðalaus úr lognhvítri hraunfjöru
með sól í augum
sumar undir vanga . ..
Þei, þei, þannig koma skerin
úr hafi tímans . ..
fjöruþögn milli jþanga.
Fagur er dalur hefur hlotið góðar viðtökur, og tel ég jþað að verðugu.
Ég segi ekki, að jafngóð kvæði hafi ekki verið ort á seinni árum. Að stað-
hæfa slíkt væri að skjóta yfir markið, J>ví nokkrar bækur með ágætum
kveðskap hafa komið fyrir almennings sjónir og ekki alltaf hlotið þær
viðtökur, sem þær áttu skilið. Vil ég þó hvergi þræta fyrir, að út hafi
verið gefið talsvert magn ljóða, sem haft hafi þau áhrif ein að spilla fyr-
ir góða kveðskapnum.
1 fljótu bragði gæti virzt sem síðustu Ijóð Matthíasar Johannessens og
annar góður kveðskapur hagnaðist á að standa upp úr þess konar flatn-
eskju. Sú held ég sé þó alls ekki raunin. Lélegi kveðskapurinn er á sum-
um sviðum lagður til jafns við hitt, sem betur er kveðið. Og sá mikli fjöldi
fólks, sem lítinn eða engan áhuga hefur á kveðskap, lætur sig ekki varða,
hverjir yrkja né hvernig þeir yrkja. Hið almenna áhugaleysi hefur kom-
ið hart niður á skáldunum, ekki aðeins þeim, sem freistazt hafa til að
senda frá sér léleg kvæði, heldur og hinum, sem vel hafa kveðið.
En samt væri bæði rangt og ósanngjamt að skella allri skuldinni á
lélegu skáldin. Þau eru einmitt afleiðing, en ekki orsök hins almenna
éhugaleysis. Þau hlamma sér kinnroðalaust niður á Bragabekk í trausti
þess, að nauðafáir láti sig varða, hverjir eigi þar sæti. Þar sitja þau í
ljómanum af hinum hæfari, um leið og þau varpa skugga sínum á hin
síðar nefndu.
En kreppan í ljóðlistinni hefur ekki verið einangrað fyrirbæri hér á
Islandi. Hið sama hefur verið uppi á teningnum í flestum, ef ekki öllum
þeim löndum, þar sem háttar til líkt og hér. Nýtízkuleg fjölmiðlunar-
tæki, sem einskis krefjast af áhorfanda og áheyranda, hafa setið í fyrir-
rúmi. Fólkið hefur um sinn kosið hinar sljóvgandi listir í stað hinna örv-
andi lista, sem átt hafa í vök að verjast af þeim sökum.
En tekur þetta ástand ekki senn að breytast?
Bjartsýnir menn vona, að svo verði. Og mér er nær að halda, að þeir
hafi nokkuð til síns máls. Ljóðið er ekki í þeirri alvarlegustu hættu, sem
hugsazt getur, meðan ort eru góð kvæði eins og þau, sem Matthías Johann-
essen hefur látið frá sér fara.
Erlendur Jónsson.