Skírnir - 01.01.1966, Page 297
Skirnir
Ritfregnir
293
Jóhannes úr Kötlum: Vinaspegill. Heimskringla. Reykjavik 1965.
Efni þessarar bókar hefur birzt óður í blöðum og tímaritum eða verið
flutt í útvarp. Ritunartíminn er 1937—1964. Eins og Kristinn E. Andrés-
son kemst að orði í inngangsorðum bókarinnar, er efnið „yfirleitt bundið
ýmiskonar tækifærum: ávörp, ræður og erindi flutt á fundum og sam-
komum, ritgerðir um skáld og ljóðlist, umsagnir um bækur, fáeinir út-
varpsþættir og síðast en ekki sízt afmæliskveðjur og minningargreinar.
Einnig hafa verið tekin með kvæði af samskonar tilefnum sem ekki hafa
birzt í ljóðabókum höfundarins.“ Hér kennir því margra grasa. Köflum
bókarinnar hefur hvorki verið raðað eftir efni né aldri, svo að lesendur
verða að gera sér það ómak að fletta upp i efnisskró hverju sinni til að
fá vitneskju um aldur hvers kafla eða hvar hann hafi birzt áður. Líklega
hefur ekki þótt fara eins vel á því að hafa þessar upplýsingar í lok hvers
kafla.
Ritsafn þetta er stórum hressilegt aflestrar, því að höfundur talar enga
tæpitungu. 1 stjórnmálagreinunum — og raunar víðar — kemur það
fram, að hann er ótrauður baráttumaður fyrir hugsjón sósíalismans,
mælskur, rökfastur og knúinn sannfæringu. Slíkur boðskapur hlýtur að
verða einhliða. En höfundur kann þá list að draga úr alvörunni með því
að blanda hana rammíslenzkri gamansemi. Stíll höfundar ber öllu meiri
keim af talmáli en bókmáli, minnir gjarnan á kunningjarabb. Ef til vill
skrifar hann þekkilegast um islenzka ljóðlist og náttúru.
Um bókina er það annars helzt að segja, að hún er vönduð og myndar-
leg að gerð. Og það er betra en ekki að hafa þetta fjölbreytilega lesefni
tiltækt milli bókarspjalda.
Gunnar Sveinsson.
Björn Bjarman: I heiðinni. Heimskringla. Reykjavík 1965.
Þessi litla bók hefur að geyma níu smásögur, skrifaðar á árunum 1958
—1965. Þær gerast ýmist á Keflavíkurflugvelli eða eru með einhverjum
hætti tengdar þeim útkjélkastað, sem á sér reyndar stutta sögu, en þeim
mun örlagarikari. Þar hefur fólk þótt óstýrilátt og gjálíft úr hófi fram,
jafnt erlent sem innlent.
Höfundur þessa smásagnasafns, Björn Bjarman, virðist gerþekkja þetta
forvitnilega sögusvið, þar sem enginn hörgull er á efnivið í skáldverk.
Þó hefur svo til tekizt, að hann nær einhvern veginn ekki fastatökum á
efni sinu. Þetta mun vera fyrsta bókin frá hans hendi, svo að vel má
vera, að æfingarskortur hái honum að einhverju leyti. En ástundunar-
söm æfing er hverjum rithöfundi ómissandi, þótt hún sé að vísu aðeins
ein af mörgum forsendum hvers þess bókmenntaverks, sem lífs verður
auðið. Sem dæmi um byrjandabrag mætti nefna, hve nákvæmlega hvers-
dagsleg smáatriði eru stundum rakin (Ráðningin). Þá getur og gætt til-
finningasemi um of (f þrælakistunni). Þó nær höfundur dágóðum sprett-
um með köflum. Honum tekst oft vel að lýsa útliti og háttrun fólks á