Skírnir - 01.01.1966, Side 302
Skýrslur og reikningar
Skímir
ur félagsins kæmu út og beindi þeirri áskorun til félagsstjómar að kippa
þessu í lag. Var því máli vel tekið. Þá spurðist Agnar einnig fyrir um
það, hvort fleiri áætlanir væru um útgáfur í framtiðinni. Forseti svaraði
og gat þess, að í ráði væri að gefa út viðbótarbindi af Islenzkum æviskrám.
Þá spurðist Jakob Benediktsson fyrir um framhald á útgáfu Fornbréfasafns.
Kvað forseti það mál í athugun. Þá var einnig nokkuð rætt um útgáfu
annálanna.
7. Endurskoðendur voru endurkjörnir Guðmundur Benediktsson borg-
argjaldkeri og Gústav A. Ágústsson endurskoðandi.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Jakob Benediktsson Halldór Halldórsson
Aðalfundur
Hins íslenzka bókmenntafélags var haldinn í kennarastofu Háskólans 29.
desember 1965 kl. 4,10 e. h.
Þetta gerðist:
1. Forseti setti fundinn og stakk upp á að dr. Jakob Benediktsson tæki
að sér fundarstjórn, og var það samþykkt. Fundarstjóri skipaði Úlaf Hall-
dórsson fundarritara.
2. Forseti flutti skýrslu stjórnar og hóf mál sitt á að minnast dr. Al-
exanders Jóhannessonar. Bisu fundarmenn úr sætum til að heiðra minn-
ingu hans. 1 stað dr. Alexanders kaus stjómin Njörð P. Njarðvik, cand.
mag., í fulltrúaráðið.
Forseti gerði grein fyrir bókaútgáfu félagsins á árinu. Ársbækur fé-
lagsins eru Skírrdr, annað hefti af Islenzkum skemmtunum og í prentun
er bók eftir Einar Öl. Sveinsson: Ritunartími Islendingasagna.
Ársbækur félagsins á árinu 1966 verða Skímir, ennfremur fullkomin
skrá yfir allt efni, sem birzt hefur í Skimi og öðmm timaritum félagsins
frá upphafi og skrá yfir bækur, sem félagið hefur gefið út. Félagatal hef-
ur verið endurskoðað og lagfært og verður birt.
Forseti skýrði frá áætlunum um bókaútgáfu á næstunni og gat þess,
að haldið yrði áfram ritum, sem byrjað hefur verið á. Útgáfa annálanna
hefur dregizt, en nú mun prófessor Þórhallur Vilmundarson verða beð-
inn að ljúka útgáfu þeirra. Félagið hefur átt í vök að verjast vegna fjár-
skorts, en gerð verður tilraun, í sambandi við afmæli félagsins, til að
afla nýrra félaga.
3. Gjaldkeri las reikninga félagsins, fyrst reikninga félagsins fyrir tima-
bilið 22/4—31/12 1963, en síðan reikninga ársins 1964 og ársins 1965.
4. Fundarstjóri gaf orðið frjálst.
Jón fvarsson forstjóri tók til máls og spurði, hvað væri í undirbúningi
til að minnast 150 ára afmælis félagsins. Hann stakk upp á að eitt Skím-
ishefti skyldi algerlega helgað afmæli félagsins og vildi láta gefa út tvö
Skírnishefti á árinu 1966. Hann kvartaði yfir, að félagið væri hætt að
prenta reikninga sína. í öðm lagi kvartaði hann yfir, að fundargerðir aðal-