Skírnir - 01.01.1966, Side 304
IV
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Einar Haugen, prófessor, Harvard-háskóla,
Christian Matras, prófessor í Færeyjum,
Peter G. Foote, prófessor, University College, London,
Halldór K. Laxness, rithöfundur,
Dr. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri.
Kosning heiðursfélaga var samþykkt samhljóða.
Síðan var fundi slitið.
Ölafur Halldórsson Jakob Benediktsson
Aðalfundur
Hins islenzka bókmenntafélags var haldinn þriðjudaginn 27. desember
1966 kl. 5 e. h. í kennarastofu Háskólans.
Þetta gerðist:
1. Forseti setti fundinn og lagði til, að dr. Jakoh Benediktsson yrði
kjörmn fundarstjóri. Var það samþykkt. Þá skipaði forseti Einar Sigurðs-
son fundarritara.
2. Forseti gaf skýrslu um athafnir félagsins frá siðasta aðalfundi. Gat
hann um, að Njörður P. Njarðvík, er tekið hafði sæti Alexanders Jóhann-
essonar í fulltrúaráðinu, hefði nú ráðizt til starfa erlendis, og í hans stað
hefði fulltrúaráðið kosið Óskar Halldórsson.
Forseti skýrði frá ársbókum félagsins árið 1965, er út komu snemma
á þessu ári, en þær eru Skírnir og Ritunartími Islendingasagrta eftir Einar
Ól. Sveinsson, sem er mjög aukin þýðing á Dating the Icelandic Sagas,
London 1958. Jafnframt gat forseti þess, að félagsbækur ársins 1966 kæmu
út snemma á næsta ári, en þær væru Skírnir, sem að nokkru mundi helg-
aður 150 ára afmæli félagsins, og Skrá um efni í timaritum Bókmennta-
félagsins, tekin saman af Einari Sigurðssyni, og liggja frammi á fund-
inum prófarkir af háðum þessum ritum. Um félagsbækur 1967 lét forseti
þess getið, að hann hefði beðið Björn Þorsteinsson cand. mag. að leggja
fram hefti af fornbréfasafni, en próf. Þórhall Vilmundarson hefti af ann-
álum. Dr. Árni Árnason læknir hefur tekið saman nafnaskrá við annál-
ana og vinnur nú að atriðisorðaskrá undir leiðsögn Einars Bjarnasonar
ríkisendurskoðanda.
Auk þess, sem áður er getið, hefði í tilefni af 150 ára afmæli félagsins
30. marz þ. á. verið haldin í Þjóðminjasafni sýning á bókum þeim, sem
félagið hefði gefið út, svo og á nokkrum handritum. Við opnun sýningar-
innar hefði forseti félagsins haldið ræðu varðandi sögu Bókmenntafélags-
ins. Þá hefði póststjórnin gefið út frímerki á árinu til heiðurs félaginu,
og eru þau til sýnis á fundinum.
Kosning fór fram á érinu með þeim árangri, að Einar Ól. Sveinsson
var endurkosinn forseti; varaforseti var kjörinn Kristján Eldjárn, en í full-
trúaráð voru endurkosnir Njörður P. Njarðvík, Steingímur J. Þorsteinsson
og Broddi Jóhannesson.
Félagið hefur nokkuð reynt að afla nýrra félaga og með sæmilegasta