Skírnir - 01.01.1966, Side 305
jkírnir
Skýrslur og reikningar
v
árangri. Hefur Jón Böðvarsson cand. mag. mest unnið að þvi verki, og
mun hann halda því áfram, ef félagið óskar þess.
Þá gat forseti þess, að í apríl s.l. hefði stjórninni borizt bréf frá all-
mörgum félagsmönnum, þar sem farið var fram á almennan félagsfund
um starfsemi og hagi félagsins. Vegna Ameríkuferðar forseta var eigi unnt
að halda fundinn fyrr en 24. maí. Frummœlendur þar voru Siðurður Lín-
dal hæstaréttarritari og Öskar Halldórsson cand. mag. Vísast um málflutn-
ing þeirra og umræður til fundargerðar.
3. Kosning heiðursfélaga. Forseti lagði til, að eftirtaldir menn yrðu
gerðir að heiðursfélögum, og var það samþykkt samhljóða:
Valter Jansson, prófessor, Uppsölum,
Peter Hallberg, dósent, Gautaborg,
Séamus Ó’Duilearga, prófessor, Dyflinni.
4. Gjaldkeri las upp endurskoðaða reikninga félagsins fyrir siðasta ár,
einnig reikninga Afmælissjóðs og sjóðs Margrétar Lehmann-Filhés. Þá
lágu og frammi endurskoðaðir reikningar næstu tveggja ára á undan, en
af ýmsum ástæðum hafði ekki verið unnt að fá þá endurskoðaða fyrir
aðalfundinn í fyrra.
5. Fundarstjóri gaf orðið laust. Jón Ivarsson fv. forstjóri tók til máls.
Hann lýsti ánægju sinni yfir því, að reikningar hefðu verið endurskoð-
aðir og ætla nú að koma prentaðir í Skírni ásamt félagatali. Hins vegar
þótti honum á skorta, að gerð væri grein fyrir samningum við Almenna
bókafélagið um dreifingu og sölu á bókum félagsins og innheimtu á gjöld-
um félagsmanna. Itrekaði hann fyrirspurn sína um það efni, er hann
hafði gert á aðalfundinum í fyrra. Þá gerði hann einnig fyrirspurn um
fjölda félagsmanna, hversu margir hefðu gengið i félagið og úr, síðan
félagatal var siðast prenttað.
Forseti svaraði því til, að um fjölda félagsmanna kæmust menn að full-
um sanni, J>egar næsti Skírnir kæmi út, þar sem félagatal yrði prentað.
Samningana við Bókavei'zlun Sigfúsar Eymundssonar kvaðst hann ekki
hafa við höndina, en þeir hefðu verið lesnir upp á aðalfundi á sínum tima
og frá þeim skýrt í dagblöðum. Þeir væru því kunnir öllum landsmönn-
um, að einum undanteknum.
Jón Ivarsson tók aftur til máls og kvað réttmætt, að félagsmenn fengju
upplýsingar um fyrrgreind atriði, þar eð gerðir margra síðustu aðalfunda
hefði eigi verið birtar. Þetta ætti stjórninni að vera auðvelt í stórum drátt-
um, enda Jjótt nákvæm gögn væru eigi við höndina.
Forseti kvað siðasta ræðumann fara með dylgjur bæði nú og á siðasta
aðalfundi, og urðu um þetta nokkur frekari orðaskipti með þeim Jóni
Ivarssyni og forseta.
Jón Aðalsteinn Jónsson tók til máls. Hann átaldi forseta fyrir að telja
fyrirspumir Jóns Ivarssonar markleysu og beiddist upplýsinga um, hvenær
sagt hefði verið frá samningum við AB í blöðum; einnig vildi hann, að
fundarmenn fengju að vita um umboðslaun til AB.
Forseti kvað blaðafregn um samningana hafa birzt á síðustu dögum