Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1988, Page 210

Skírnir - 01.09.1988, Page 210
416 GUÐRÚN NORDAL SKÍRNIR inga sögu verður líklega aldrei skilið til fulls. Útgefendur leggja til að hún hafi átt að vera „óbornum kynslóðum Sturlunga leiðarhnoða til valda og áhrifa á nýjan leik“(xlvi). En er ekki allt eins líklegt, að hún hafi átt að vera þeim víti til varnaðar? I umfjölluninni er ranglega tilfært að Sturla hafi átt skilgetna bræður (xli), því að Böðvar var sá eini. Fjórði kaflinn fjallar um samfélagsmynd Sturlungu. Dregin er upp skuggamynd af samfélaginu og dæmi tiltekin því til sönnunar. Vafalaust má deila um túlkun einstakra atburða, en dæmið sem tekið er um „réttleysi múgamanna og yfirgang höfðingja", og fjallar um samskipti Sturlu Sig- hvatssonar og Bjarna Sverrissonar, er örugglega hægt að túlka á fleiri en einn hátt (liv). Bjarni sakaði menn Sturlu ranglega um stuld og var það glæpur samkvæmt Grágás að þjófkenna menn. Viðbrögð Sturlu hljóta því að vera skoðuð í því ljósi, en ekki að hann hafi af tilefnislausu gengið á hlut Bjarna. Það er svo rétt athugað, að þrátt fyrir hinar dökku hliðar samfélags- ins vitni sagan sjálf um „friðsamari iðju og lífseiga“(lvi). I kaflanum um trúarlíf er nefnt að kirkjan hafi á þrettándu öld „um all- langt skeið predikað einlífi klerka“. Ekki er ljóst af þessum orðum hvort átt sé við hina almennu kirkju eða einungis hina íslensku, en á Islandi var Heinrekur biskup fyrstur af kirkjunnar mönnum til að kveða máls á því árið 1252. Það er mikilvægt að hafa sérstöðu íslensku kirkjunnar ætíð í huga, sem bæði skapaðist af landfræðilegri einangrun og því að hún var rétt að slíta barnsskónum. I kaflanum eru dregnar upp myndir af hefðbundnu trúarlífi tólftu og þrettándu aldar manna, sem ekki ættu að koma á óvart í kaþólsku samfélagi. Viðnámið gegn yfirboðum kirkjunnar er hins vegar áhugaverðara, eins og það t.d. kemur fram í orðum Arnórs Tumasonar sem vitnað er til í kaflanum (lix), og hefði verið ástæða til að draga þá hlið enn skýrar fram. I sjötta kafla inngangsins eru mannlýsingar í Sturlungu kannaðar. Þar er réttilega sagt að mannlýsingar í Sturlungu „minna um margt á sambærileg- ar lýsingar Islendinga sagna“ (lxiv). Mér virðist ekki síður athyglisvert hve ólíkar þær eru á margan hátt. Engin regla er á því hvernig persónur eru kynntar til sögunnar í Sturlungu, en þó eru sjaldan kynntar til sögunnar persónur sem ekki varða hana. Eins og dæmin sýna, sem rakin eru í kaflan- um, má finna í Sturlungu tilbrigði um flest stef mannlýsinga í öðrum ís- lenskum miðaldaritum, hvort sem þau eru veraldleg eða klerkleg. Saman- burður á ólíkum ritum er alltaf vandasamur og flókinn. I þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að líklegt er að lýsingar samtímamanna hafi haft áhrif á mannlýsingar tilbúinna sögupersóna, þó að erfitt sé að rökstyðja þau tengsl. Eftir umfjöllunina um Sturlungu víkur inngangurinn að þeim ritum sem prentuð eru í þessu þriðja bindi, íslendingabók (ásamt Ættartölu og Yng- lingatali), Veraldarsögu og Leiðarvísi Nikuláss Bergssonar ábóta á Þverá. Þessi þrjú rit þjóna sem „sýnishorn þeirra fræða sem húmanismi 12. aldar lagði upp í hendur síðari kynslóðum“(lxxxii). Þau eru öll prentuð hér í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.