Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 210
416
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
inga sögu verður líklega aldrei skilið til fulls. Útgefendur leggja til að hún
hafi átt að vera „óbornum kynslóðum Sturlunga leiðarhnoða til valda og
áhrifa á nýjan leik“(xlvi). En er ekki allt eins líklegt, að hún hafi átt að vera
þeim víti til varnaðar? I umfjölluninni er ranglega tilfært að Sturla hafi átt
skilgetna bræður (xli), því að Böðvar var sá eini.
Fjórði kaflinn fjallar um samfélagsmynd Sturlungu. Dregin er upp
skuggamynd af samfélaginu og dæmi tiltekin því til sönnunar. Vafalaust má
deila um túlkun einstakra atburða, en dæmið sem tekið er um „réttleysi
múgamanna og yfirgang höfðingja", og fjallar um samskipti Sturlu Sig-
hvatssonar og Bjarna Sverrissonar, er örugglega hægt að túlka á fleiri en
einn hátt (liv). Bjarni sakaði menn Sturlu ranglega um stuld og var það
glæpur samkvæmt Grágás að þjófkenna menn. Viðbrögð Sturlu hljóta því
að vera skoðuð í því ljósi, en ekki að hann hafi af tilefnislausu gengið á hlut
Bjarna. Það er svo rétt athugað, að þrátt fyrir hinar dökku hliðar samfélags-
ins vitni sagan sjálf um „friðsamari iðju og lífseiga“(lvi).
I kaflanum um trúarlíf er nefnt að kirkjan hafi á þrettándu öld „um all-
langt skeið predikað einlífi klerka“. Ekki er ljóst af þessum orðum hvort átt
sé við hina almennu kirkju eða einungis hina íslensku, en á Islandi var
Heinrekur biskup fyrstur af kirkjunnar mönnum til að kveða máls á því
árið 1252. Það er mikilvægt að hafa sérstöðu íslensku kirkjunnar ætíð í
huga, sem bæði skapaðist af landfræðilegri einangrun og því að hún var rétt
að slíta barnsskónum. I kaflanum eru dregnar upp myndir af hefðbundnu
trúarlífi tólftu og þrettándu aldar manna, sem ekki ættu að koma á óvart í
kaþólsku samfélagi. Viðnámið gegn yfirboðum kirkjunnar er hins vegar
áhugaverðara, eins og það t.d. kemur fram í orðum Arnórs Tumasonar sem
vitnað er til í kaflanum (lix), og hefði verið ástæða til að draga þá hlið enn
skýrar fram.
I sjötta kafla inngangsins eru mannlýsingar í Sturlungu kannaðar. Þar er
réttilega sagt að mannlýsingar í Sturlungu „minna um margt á sambærileg-
ar lýsingar Islendinga sagna“ (lxiv). Mér virðist ekki síður athyglisvert hve
ólíkar þær eru á margan hátt. Engin regla er á því hvernig persónur eru
kynntar til sögunnar í Sturlungu, en þó eru sjaldan kynntar til sögunnar
persónur sem ekki varða hana. Eins og dæmin sýna, sem rakin eru í kaflan-
um, má finna í Sturlungu tilbrigði um flest stef mannlýsinga í öðrum ís-
lenskum miðaldaritum, hvort sem þau eru veraldleg eða klerkleg. Saman-
burður á ólíkum ritum er alltaf vandasamur og flókinn. I þessu sambandi
er mikilvægt að hafa í huga að líklegt er að lýsingar samtímamanna hafi haft
áhrif á mannlýsingar tilbúinna sögupersóna, þó að erfitt sé að rökstyðja
þau tengsl.
Eftir umfjöllunina um Sturlungu víkur inngangurinn að þeim ritum sem
prentuð eru í þessu þriðja bindi, íslendingabók (ásamt Ættartölu og Yng-
lingatali), Veraldarsögu og Leiðarvísi Nikuláss Bergssonar ábóta á Þverá.
Þessi þrjú rit þjóna sem „sýnishorn þeirra fræða sem húmanismi 12. aldar
lagði upp í hendur síðari kynslóðum“(lxxxii). Þau eru öll prentuð hér í