Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 15
Lúther ítrekar á hinn bóginn er tilgangur jólaatburðarins eða afleiðingar
hans fyrir menn, fyrir oss. Við það að Guðs sonur tekur á sig hold vort og
hylur himneska hátign í jarðneskri smæð býðst oss að verða böm ljóssins og
erfingjar að dýrð himnanna. íhugun holdtekjunnar er því ekki hlutlaus
heldur virk og í rauninni boðun. í sálmum sínum meðhöndlar Lúther text-
ann með sama hætti og í prédikunum sínum eða sem verkfæri Guðs, náðar-
meðal. Ymsir fræðimenn hafa í því sambandi bent á hversu boðunin hefur
að mati Lúthers einkenni sakramentis og það einkenni sést ekki einungis í
prédkunum Lúthers heldur líka í sálmum hans.7
Þýðing Marteins Einarssonar
Þessi sálmur Lúthers var snemma þýddur á íslensku og birtist í Sálma-
bók þeirri er Marteinn Einarsson gaf út 1555 (Sálmabók 1555). Hann fær
þar heitið „Heiðra skulum vér Herrann Krist.“ Þó að líklegt sé að sálmurinn
sé þýddur úr þýsku er greinilegt þýðandi hefur haft við höndina hina dönsku
þýðingu Claus Mortenspns frá 1529 og er það einkum áberandi í 2. erindi
sálmsins.8 Þýðingin er góð miðað við sálmaþýðingar frá þessum tfma.9
Þýðandinn fylgir lögmáli íslenskrar bragfræði með stuðlasetningu en beitir
sömu rímreglum og Lúther.
1. Heiðra skulum vér Herrann Krist,
hann varð maður af guðdóms list,
fæddi hann mey sú ég fremsta veit,
fyrir það gleðst öll engla sveit.
Kirieleyson.
Fyrsta erindið er hvatning: Heiðra skulum vér! Þar með er vikið frá
þýska frumtextanum þar sem fyrsta versið er bæn. í dönsku þýðingunni sem
Marteinn hefur haft við höndina er fyrsta versið líka bæn. Áhugavert er að
sjá orðasambandið „guðdómslist" og María er nefnd „mey sú ég fremsta
veit.“ í báðum þessum orðasamböndum sýnir þýðandi mikið sjálfstæði
gagnvart frumtexta þó að merking hans komi vel fram.
í öðru erindinu koma fyrir áhrif frá dönsku þýðingunni, einkum í orð-
unum „þrældómur“ (trœldom) og „veikt eðli“ (krenckelig natur). Lúther
nefnir ekki þrældóm og talar um aumt hold - armes Fleisch. íslenska
7 Sundkvist 2001 gerir þessu einkenni prédikunar Lúthers mjög góð skil.
8 Malm0-salmebogen 1533, s. xv, sbr. Malling 1963, s. 259.
9 Sjá Páll Eggert Ólason 1924, s. 22-24.
13