Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 15

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 15
Lúther ítrekar á hinn bóginn er tilgangur jólaatburðarins eða afleiðingar hans fyrir menn, fyrir oss. Við það að Guðs sonur tekur á sig hold vort og hylur himneska hátign í jarðneskri smæð býðst oss að verða böm ljóssins og erfingjar að dýrð himnanna. íhugun holdtekjunnar er því ekki hlutlaus heldur virk og í rauninni boðun. í sálmum sínum meðhöndlar Lúther text- ann með sama hætti og í prédikunum sínum eða sem verkfæri Guðs, náðar- meðal. Ymsir fræðimenn hafa í því sambandi bent á hversu boðunin hefur að mati Lúthers einkenni sakramentis og það einkenni sést ekki einungis í prédkunum Lúthers heldur líka í sálmum hans.7 Þýðing Marteins Einarssonar Þessi sálmur Lúthers var snemma þýddur á íslensku og birtist í Sálma- bók þeirri er Marteinn Einarsson gaf út 1555 (Sálmabók 1555). Hann fær þar heitið „Heiðra skulum vér Herrann Krist.“ Þó að líklegt sé að sálmurinn sé þýddur úr þýsku er greinilegt þýðandi hefur haft við höndina hina dönsku þýðingu Claus Mortenspns frá 1529 og er það einkum áberandi í 2. erindi sálmsins.8 Þýðingin er góð miðað við sálmaþýðingar frá þessum tfma.9 Þýðandinn fylgir lögmáli íslenskrar bragfræði með stuðlasetningu en beitir sömu rímreglum og Lúther. 1. Heiðra skulum vér Herrann Krist, hann varð maður af guðdóms list, fæddi hann mey sú ég fremsta veit, fyrir það gleðst öll engla sveit. Kirieleyson. Fyrsta erindið er hvatning: Heiðra skulum vér! Þar með er vikið frá þýska frumtextanum þar sem fyrsta versið er bæn. í dönsku þýðingunni sem Marteinn hefur haft við höndina er fyrsta versið líka bæn. Áhugavert er að sjá orðasambandið „guðdómslist" og María er nefnd „mey sú ég fremsta veit.“ í báðum þessum orðasamböndum sýnir þýðandi mikið sjálfstæði gagnvart frumtexta þó að merking hans komi vel fram. í öðru erindinu koma fyrir áhrif frá dönsku þýðingunni, einkum í orð- unum „þrældómur“ (trœldom) og „veikt eðli“ (krenckelig natur). Lúther nefnir ekki þrældóm og talar um aumt hold - armes Fleisch. íslenska 7 Sundkvist 2001 gerir þessu einkenni prédikunar Lúthers mjög góð skil. 8 Malm0-salmebogen 1533, s. xv, sbr. Malling 1963, s. 259. 9 Sjá Páll Eggert Ólason 1924, s. 22-24. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.